Unginn flýgur úr hreiðrinu

Það kemur alltaf sá tími að ungarnir fljúga úr hreiðrinu. Ungarnir mínir flugu burtu fyrir löngu, eða þannig. En þeir fóru ekki langt. Búa stutt frá okkur svo við sjáum þá af og til með litlu ungana sína og það er gott.

Þegar dóttir mín var að slíta sig að heiman var ekki laust við að manni þætti það erfitt, enda finnst manni börn aldrei nógu stór til að fara undan verndarvængnum og fljúga út í víðáttuna þar sem margskonar hættur bíða, en veit samt innst inni að það er einmitt það sem þau þurfa að gera.

Þetta ljóð fann ég í dóti hjá mér um daginn.

 

Skórinn

Þegar ég kom út
í morgun

fann ég strigaskó
á stéttinni

þú hafðir
yfirgefið hreiðrið
kvöldið áður
með dót þitt
í poka

ég tók slitinn
skóinn
og hélt honum
að mér

kannski
kæmir þú seinna
að vitja hans

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Brattur með hlýja hjartað sitt.    Rosa flott !

Anna Einarsdóttir, 25.8.2007 kl. 12:05

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Tár, tár, tár og svo gleðitár...........það er svo tregablandið en gleðilegt þegar ungarnir fara að feta sig áfram.....yndislegt ljóð.

Vilborg Traustadóttir, 25.8.2007 kl. 12:23

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Brattur, þú grætir mann! Mikið er þetta fallegt og svo innilega satt. Ekki öllum gefið að koma svona vel orðum að þessu. Þú ert séní

Halldór Egill Guðnason, 25.8.2007 kl. 17:08

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

aaawww... fallegt.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2007 kl. 22:49

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

vona að þér sé sama að ég skrifaði þetta í skissubókina mína?

Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2007 kl. 22:54

6 Smámynd: Brattur

velkomið Jóna...

Brattur, 25.8.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband