Dansað á bombólum
25.7.2007 | 21:09
... ég var að koma frá Húsavík... var þar í dag að vinna... þar standa yfir Mærudagar, en Mæra er orð sem þýðir sælgæti á þessum slóðum....
... það minnir mig á það, að þarf sem ég ólst upp voru notuð orð sem ekki þekktust annars staðar... dæmi:
Blink = spúnn - ég heyrði ekki orðið spúnn fyrr en ég var orðinn unglingur
Bombólur = það voru svona bomsur sem var hægt að óla að ofan og þrengja svo ekki færi t.d. snjór ofan í þær.
... þegar ég var á Bifröst fyrir langalöngu... þá gáfum við út ljóðabók ég og vinur minn... bókin sú hlaut nafnið: Dansað á bombólum.
Hún var gefin út í einu eintaki og ég held að vinurinn eigi hana ennþá.
Ég held ég muni ljóði:(þetta er nokkurs konar skólaljóð)
Snigill bjarmans
leggur rúllutertuna í einelti
fór afi þinn í berjamó?
Athugasemdir
Við Skjálfandaflóa er skaplegt að búa
skarta þar Kinnarfjöll herlegri flík
þér segi ég vinur og því máttu trúa
það er blómstrandi mannlíf á Húsavík.
Viðlag:
Náttfara langaði að vera hér lengur
líklega var þetta öðlings drengur.
Garðar í árdaga gekk hér á land
og gerði sér fyrsta húsið á Fróni
enga þó tryggð við ættlandið band
enda var þetta sænskur dóni.
Viðlag:
En - Náttfara langaði að vera hér lengur
líklega var þetta öðlings drengur.
Skál:
Ásgeir Rúnar Helgason, 25.7.2007 kl. 21:20
... þetta er flott, Ásgeir... það var allt iðandi af mannlífi á Húsavík í dag... alltaf finnst mér skemmtilegt að koma þarna...
Brattur, 25.7.2007 kl. 21:35
Og fór hann í berjamó ?
Anna Einarsdóttir, 25.7.2007 kl. 22:14
... já, og síðan hefur aldrei til hans spurts...
Brattur, 25.7.2007 kl. 22:17
Náttfari fór í berjamó. Hann tók með sér gamla og slitna skó. Vissi ei hvað í fjöllunum bjó. Fullur af ró, Náttfari hló. Aldrei hann hefur aftur þó, komist í Náttfaravíkur. Í dag eru þar bara djöflar og dónar og helvítis píkur:
Ásgeir Rúnar Helgason, 26.7.2007 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.