Pósturinn - allur pakkinn

Ég fór með pakka á pósthúsið í morgun.

Það er greinilega langt síðan ég hef sent pakka. Ég fékk nefnilega spurningu frá afgreiðslukonunni sem ég hafði aldrei fengið áður.

Viltu rúmfreka sendingu eða skráða sendingu ? spurði hún.

Ég hafði ekki hugmynd hvora gerðina ég vildi og spurði á móti hver væri munurinn.

Eftir langa útskýringu afgreiðslukonunnar komst ég að því að ég gæti valið um það hvort að pakkinn týndist eða þá að hann kæmist örugglega á leiðarenda.

Ég valdi þann kost að kaupa undir pakka sem týndist ekki... en það var töluvert dýrara en að kaupa undir pakka sem átti að týnast.

Fór svo í framhaldinu að velta fyrir mér hvers konar fólk velji þann kostinn að borga undir pakka sem á að týnast ???
.

package

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ha ha snillingar... áfram ísland

Óskar Þorkelsson, 2.12.2010 kl. 05:23

2 Smámynd: Ragnheiður

Hahahaha ég hefði líka borgað undir pakka sem ekki átti að týnast, þannig að ég er ekki manngerðin sem þú ert að leita að.

Dodds..biður að heilsa ættingjum og Femínu. Hann hefur eignast hund með skerm.

Ragnheiður , 2.12.2010 kl. 11:55

3 identicon

 hehehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband