Af mér og Alex, járnsmiđum og svörtum köttum.
3.10.2010 | 11:10
Já, vissulega hafa ţessir leikir á útivelli í haust veriđ erfiđir. United hefur kastađ frá sér sigrum á móti Everton og Fulham en í leiknum gegn Sunderland ţá náđum viđ stigi og viđ Sir Alex erum bara nokkuđ sáttir. Ađ ná jafntefli viđ svörtu kettina á leikvangi ljósins er ekki svo slćmt, ha ?
.
.
Gleymum ekki ađ Sunderland missti unninn leik niđur í jafntefli á Anfield um daginn. Og talandi um Liverpool vini mína ţá eru ţeir í 18. sćti og fallsćti í dag, alveg eins og ég óttađist í byrjun leiktíđarinnar. Ţeir eiga ţó léttan leik fyrir höndum í dag ţegar ţeir mćta Blackpool og međ sigri fara ţeir úr 18. sćti í ţađ 9.
ÁFRAM LIVERPOOL !!!
Ég hef reyndar alltaf haft taugar til Blackpool svo ég held međ ţeim líka í dag.
ÁFRAM BLACKPOOL !!!
En ţađ er fleira en gengi Liverpool sem liggur ţungt á mér ţessa dagana.
Sunderland gengur undir gćlunafninu "Svörtu kettirnir". Ţađ eru einmitt kettir eđa réttara sagt katta óvinir sem valda mér hugarangri á ţessum fallegu haustdögum. Reynitréđ í garđinu er fallegra en nokkurt málverk eftir Kjarval eđa Moussepore ţar sem ţađ stendur virđulegt í horninu sínu, fölgrćnt og haustgult skreytt eldrauđum berjum sínum.
Kettir landsins eiga í vök ađ verja ţessa dagana. Hvert sveitarfélagiđ af öđru gerir nú harkalegar árásir á ţessi dásamlegu dýr og vilja setja ţau í bönd og skerđa frelsi ţeirra og lífsgćđi á allan hátt. Í hruninu er mikiđ talađ um jafnrćđisregluna; ţ.e. ađ allir eigi ađ fá sömu međferđ fyrir lögum. Af hverju gildir jafnrćđisreglan ekki um ketti líka ?
Ţađ er talađ um ađ kettir pissi og kúki út um allt. Gera járnsmiđir ţađ ekki líka ? Ţá meina ég ţessar litlu svörtu pöddur sem viđ köllum járnsmiđi en ekki ţessa stóru í bláu vinnugöllunum. Ég veit ekki annađ en ađ ţeir litlu svörtu pissi og kúki út um allt. Ekkert sveitarfélag hefur set reglur um ađ ađ járnsmiđir eigi ađ vera í bandi og eyrnamerktir. Hvar er jafnrćđisreglan núna, ha ???
Af hverju setja sveitafélög ekki reglur um járnsmiđiđ, köngulćr, ánamađka, farfuglana og kvefbakterínu, ha ???
.
.
Athugasemdir
.................... asni
Óskar Ţorkelsson, 4.10.2010 kl. 11:10
Góđur!
Jón Halldór Guđmundsson, 5.10.2010 kl. 08:39
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.