Raðmorðinginn

Einn daginn þegar ég var á heimleið þá fékk ég það á tilfinninguna að það væri bíll að elta mig.

Dökkur bíll var keyrði mjög nálægt mér síðasta spölinn í bæinn. Ég er lélegasti bílaþekkjari í heimi. Veit ekki hvort bíll heitir Toyota eða Mikki mús svo ég veit ekkert hvaða sort þetta var nema hvað að ég veit að margir bílar eru kallaðir Station og þetta var svoleiðis bíll.

Ég hægði á mér og gaf stefnuljós og vildi að bílinn færi framúr því mér fannst hann keyra óþægilega nálægt. Þá hægði hann á sér líka og vildi greinilega ekkert fara framúr.

Mér leið óþægilega og sá fyrir mér atriðið úr bíómyndum þar sem brjálaður raðmorðingi drepur alla sem honum er í nöp við út af einhverju sem gerðist í æsku hjá honum.

Kannski var honum illa við alla United menn ? Hann vissi að ég var eldheitur United maður, vissi örugglega allt um mig. Kannski er hann ennþá að hugsa um það þegar Forlán klobbaði Dúdek eða hvað hann hét þessi í Liverpool sem missti boltann alltaf í gegnum sig.
.

 _41105593_dudek

.

Ég keyrði upp að sjoppunni þegar ég var kominn í bæinn. Stationinn svarti ók löturhægt inn á planið.
Ég fór inn og keypti mér sígarettur, Marlboro. Keypti mér líka túnfisksamloku, maltöl í flösku og plástur.

Ég gekk aftur út á bílaplanið, setti upp sólgleraugu og kveikti í sígarettu. Óþokkinn í svarta bílnum skyldi sko sjá að hann var að kljást við alvöru karlmann sem væri ekki hræddur við neitt.

Stationinn var í góðri fjarlægð frá bílnum mínum og bara með kveikt á parkljósunum. Ég horfði á bílinn og reyndi að sjá inn. Rúðurnar voru dökkar svo ég sá ekkert inn.
Ég gekk hægum skrefum að svarta bílnum.

Framhald.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

ég þoli illa spennu og verð að biðja þig um að hraða þínum skrifum!

Þór Ómar Jónsson, 3.7.2010 kl. 12:13

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Minnir mig á það.... mig langar í malt

Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2010 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband