Óheppnir

Óheppnir mínir menn að vinna ekki í dag en það verður bara að segja um Fulham að þeir voru bara erfiðir og nokkuð góðir á köflum.

Spái því að Fulham verði t.d. fyrir ofan Liverpool á töflunni í vor.

Annars er þessi leikur að baki, þýðir ekkert að snökta lengur yfir töpuðum 2 stigum og það er nú bara ágúst ennþá.

Vona bara að Man. City vinni sinn leik annað kvöld. Hef alltaf haldið svolítið með þeim Smile
.

 cd_youllneverwalkalone_2008_2

.


mbl.is Hangeland skúrkur og hetja gegn Man.Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að passa eða passa ekki

Þegar maður kaupir sé buxur eða skyrtu þá mátar maður áður en kaupin eru ákveðin. Athugar hvort að flíkurnar passi. Fer í til þess gerðan mátunarklefa í búðinni.

Þetta er bara mjög eðlilegt í alla staði, því ekki vill maður ganga í fötum sem passa ekki.

En það eru fleiri hlutir en föt sem maður þarf að kaupa og þurfa að passa.

Við í fjölskyldunni fjárfestum í klósettsetu um daginn. Við völdum þá setu sem að okkur fannst fallegust og líklegust til að passa við alla bossana í familíunni, sem eru jú af öllum stærðum og gerðum eins og í öðrum familíum.

Þetta er nefnilega ekki svo auðvelt... ekki fer maður út í búð og kaupir buxur sem passa á alla fjölskylduna, ha ?
.

 who-wears-the-trousers

.

Það er stórmál að kaupa nýja klósettsetu. Það er alltaf verið að tala um að maður eyði svo og svo miklum tíma ævi sinnar í rúminu og þurfi því eiga topprúm sem fer vel með mann.

Ég er ekki að segja að maður eyði svipuðum tíma ævinnar á klósettsetunni en hann er samt drjúgur skal ég segja ykkur. Maður á því að kaupa og nota eingöngu topp klósettsetur.

Það er því furðulegt að í byggingavöruverslunum skuli ekki vera til mátunarklefar þar sem maður getur farið inn með nokkrar setur undir hendinni og mátað.

En við komum sem sagt heim með nýju klósettsetuna okkar og þá loksins gátum við öll mátað. Og viti menn, hún passaði ekki. Nú sitjum við uppi með klósettsetu sem passar ekki fyrir alla, því ekki er hægt að skila henni aftur af skiljanlegum ástæðum.

Vil ég því, eftir þessa bitru reynslu, skora á allar byggingavöruverslanir í landinu að koma sér upp mátunarklefa fyrir klósettsetur sem allar fyrst.
.

 wc_263355

.

 


Bloggfærslur 22. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband