Stálmaðurinn
23.4.2009 | 22:52
Einu sinni var maður, hann var með stáltaugar.
Þegar hann var orðinn nokkuð stálpaður varð hann ástfanginn af fallegri konu sem hvíslaði eittþúsund tuttugu og níu falleg orð í eyru hans á sjö vikum.
Hann mundi öll þau orð allt sitt líf enda var hann með stálminni.
Hann hvíslaði á móti í eyru fallegu konunnar; ég er stálheppinn að hafa hitt þig, yndisleg.
Maðurinn var alla tíð stálheiðarlegur og stálhraustur og reyndist konu sinni vel. Þau eignuðust börnin Eir og Kopar sem vor stálsleginn frá því að þau fæddust.
Lyftum glösum og segjum, stál fyrir þessari fyrirmyndar fjölskyldu.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rússneskur húmoristi.
23.4.2009 | 12:55
Andrei Arshavin er mjög góður fótboltamaður... en það er greinilegt að hann er enn betri húmoristi...
Ég skal éta hattinn minn, gönguskóna, veiðistöngina og allar veiðiflugurnar sem ég á ef hann nær að skora fimm mörk á Old Trafford þann 16 maí.
.
.
![]() |
Ætlar að skora fimm gegn United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |