Ég bloggarinn

... ég hef stundum bloggað um hvalveiðar og hvað mér finnst það mikil tímaskekkja að við skulum vilja veiða hvali... ég hef stundum bloggað um pólitík og ástandið  í þjóðfélaginu í dag, hver ber ábyrgð á bankahruninu og hverja á að draga til saka og ábyrgðar í því máli... ég hef stundum bloggað um Bónus og  blekkingar þeirra gagnvart íslenskum neytendum...

Ekkert af þessum færslum hafa fært mér neina gleði.

Það sem færir mér mesta gleði er að skrifa mínar "Instant" smásögur og einstaka ljóð, ásamt því að stríða Liverpool mönnum þegar þeir tapa.
.

 never_walk_alone

.

Ég er þakklátur þeim sem nenna að skrifa um þjóðfélagsástandið og gagnrýna það sem miður fer. Þakklátur þeim sem hafa úthald til að veita ráðamönnum aðhald.

Ég hef mínar skoðanir á flestu því sem verið er að ræða um varðandi þjóðfélagið og hvernig við viljum byggja það upp... en mér finnst það bara ekki fara mér vel að hafa framsögu um slík mál í bloggi... hef þó gaman af því að henda inn einu og einu kommenti á vel valda staði og mun halda því áfram...

...ég ætla því í framtíðinni að einbeita mér meira að því sem mér finnst skemmtilegt... sögum, ljóðum, húmor, fótbolta... veit að slík blogg drukkna í kosningabloggunum sem eiga eftir að tröllríða bloggheimum á næstu vikum...

Enda þessa færslu því á instant smásögu sem ég hef ekki einu sinni hugmynd um hvernig verður á þessu augnabliki, en hér kemur hún;
.

 Music%20notes%20on%20white

.

Einu sinni var drengur sem átti ekki heitari ósk en þá að verða píanóleikari.
Dag einn lenti hann í slysi og missti aðra höndina.
Hann vissi þá að hann yrði aldrei píanóleikari... hann hóf þá að semja lög fyrir píanó sem þóttu svo falleg að allir færustu píanósnillingar veraldar pöntuðu verk hjá honum og fluttu á stórkonsertum um allan heim... hann vann öll þau verðlaun sem hægt var að vinna til á sviði tónlistarinnar...

Hann var alltaf viðstaddur frumflutning laga sinna og var klappaður upp á svíð þar sem hann var hylltur af aðdáendum sínum...

Þegar hann hlustaði á lögin sín leikin af heimsins bestu píanóleikurum hugsaði hann oft;

Að missa er að fá.

.

music%20notes%202

.


Frábær mynd

Ég sá Slumdog Millionaire fyrir stuttu síðan.

Rosalega góð mynd, öðruvísi mynd, hrífandi mynd sem sýnir manni inn í heim sem er svo framandi, þar sem hver dagur snýst um það að halda lífi og bjarga sér.

Kvikmyndatakan sérlega góð og leikurinn einnig.

Þessi mynd situr svo sannarlega eftir og vekur mann til umhugsunar um það hvað hversdagsleg vandamál manns eru lítilvæg og hvað maður er heppinn að vera Íslendingur.

Ég mæli svo sannarlega með þessari mynd.
.

bfa4550b-e0ea-48d6-bd68-2715e55381f0

.

 

 

 


mbl.is Viltu vinna milljarð? sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband