Nú er ég kátur!
25.1.2009 | 17:36
Mikið rosalega finnst mér þetta fínt... nú þegar mótmælin eru að koma ríkisstjórninni frá, þá eigum við að snúa okkur að þeim sem bera ekki síst ábyrgð á bankahruninu og þeirri stöðu sem almenningur og landið er komið í ... við eigum að þjóðnýta eignir fjárglæframannanna og peninga til að lækka þær skuldir sem þessir sömu menn, útrásarvíkingarnir, hafa sett á okkur, fólkið í landinu... við erum nú að fara að borga þær ógnarskuldir skuldir sem útrásarvíkingarnir hafa sett okkur í... Er ekki allt í lagi að þeir borgi þær skuldir með okkur?
... að hætta að versla í Bónus og verslunum Baugs er líka stórfín aðferð til að koma höggi á þessa menn...
![]() |
Mótmælt við höfuðstöðvar Baugs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ný stjórn að fæðast?
25.1.2009 | 12:02
Nú er boltinn byrjaður að rúlla... við eigum vonandi eftir að sjá fleiri segja af sér á næstu dögum... en einhvern veginn finnst mér á orðum Ingibjargar núna að þessi stjórn sé að fara frá á allra næstu dögum og það sé sú vinna sem er í gangi núna um helgina... er það þá minnihlutastjórn SF og VG með stuðningi Framsóknar sem er að fæðast... eða??? Efast reyndar um það. Líklega verða óvænt tíðindi áfram í dag og næstu daga...
En fólk er greinilega farið að hugsa til kosninga og næstu útspil eiga eftir að einkennast af því.
.
.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kviðdómur
25.1.2009 | 00:54
... ég spurði kvið minn og maga í dag...
Hvað er það besta sem þú hefur borðað um ævina? ... magi minn svaraði....
Hakkbollurnar konunar þinnar... sem ég fékk í gær á bóndadaginn... það var ólýsanlega gott bragð af þeim... eins og dásemd allra mataruppskrifa heimsins hafi sameinast í þessum bollum. Það var betra eftirbragð af þeim heldur en ég hef nokkrun tíma áður þekkt og hef ég þó borðað Antilópur í Afríku, Kengúrur í Ástralíu, kolrabba í Suðurhöfum og nýveidda lúðu úr Breiðafirði...
En þvílíkt og annað eins eftirbragð af þessum hakkbollum... mjúkt, seiðandi, hlýtt, dásamlegt, yndislegt, glaðlegt, ástríðufullt...
Þvílíkar bollur... ég gef þeim ****** stjörnur af ***** mögulegum... sagði magi minn alsæll... ég held ég þurfi aldrei að borða framar.
Kviðdómurinn hefur lokið störfum.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)