Fiskiflugan

... einu sinni var maður sem var rosalega uppstökkur...þegar hann var að hlusta á fréttirnar í útvarpinu þá urðu allir í fjölskyldunni að þegja á meðan...

...  einu sinni í miðjum fréttatíma kom fiskifluga inn um gluggann í eldhúsinu og rauf friðinn... hún flaug út um allt með miklu suði og karlinn hreinlega snartrylltist... hann tók upp steikarpönnu og elti fluguna út um allt og lamdi út í loftið... áður en yfir lauk hafði hann brotið allt leirtau og maturinn var upp um alla veggi... spaghettíið lak niður ljósakrónuna ... heimilisfólkið náði til allrar hamingju að flýja út á verönd á meðan á þessum ósköpum stóð...

... löngu seinna kom svo að því að maður þessi gaf upp öndina...

... Drottinn tók á móti honum og sagði; þú þroskaðist nú lítið í þetta skiptið karlgarmur, ég verð að senda þig aftur til jarðarinnar og nú ferðu sem fiskifluga....

.

fluga

.

... um leið breyttist karlinn í fiskiflugu... hann flaug til jarðarinnar, en hann átti mjög erfitt með að þola suðið í sjálfum sér... og dó fljótlega aftur úr pirringi...

... þessi saga kennir okkur kannski að appelsínið á alltaf að fara á undan maltölinu í glasið...

 


Draumur eða veruleiki

... á morgnana, þegar maður er að vakna... er hausinn oft fullur af draumum, eða jafnvel lögum eða textabrotum... stundum skrái ég þetta hjá mér... en oftast gleymi ég þessu... en ég tek stundum lagbútinn eða textann sem mig dreymdi og klára að vinna þetta...

... mér finnst oft eins og ég hafi ekki samið þetta sjálfur...

... eitt á ég eftir að taka fyrir og spreyta mig á að klára...

... það var álfkona sem mig dreymdi og hún söng aftur og aftur...

"Þú hefur ástin mín,
 örlögin skapað þín
"

... held ég skilji núna hvaða skilaboð hún var að senda mér....

.Auðn


Bloggfærslur 5. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband