Færsluflokkur: Dægurmál
Dæmisaga eða ekki?
7.6.2008 | 12:08
Einu sinni var einn sem hitti annan; þeir fundu það út eftir næturfund undir beru lofti að saman voru þeir tveir... (sjá færsluna hér á undan)...
... þegar þeir vöknuðu skein sólin framan í þá... klukkan var orðin tvö að degi til... allur rifsberjasafinn var búinn og aðeins örfáir bitar af þurrkuðum bönunum í skálinni... þar voru þrjár stórar húsflugur að sleikja þá...
Þeir teygðu úr sér... ég er þyrstur sagði einn, ég er svangur sagði annar... þeir ákváðu að fara út í búð og kaupa sér eitthvað í matinn...
Í körfuna fór m.a. BBQ svínarif, bökunarkartöflur, maísstönglar, bananar, suðusúkkulaði og rjómi og að sjálfssögðu flaska af rifsberjasafa. Þeir ætluðu að grilla.
Reykurinn steig upp frá grillinu og ilmurinn af svínarifunum barst um nágrennið... útigangsmaður var allt í einu staddur á veröndinni hjá þeim... hann stóð bara og horfði á rifin malla á grillinu... sagði ekki orð...
.
.
Einn horfði á annan og annar á einn og svo kinkuðu þeir kolli... við erum ekki einir í heiminum, var sú hugsun sem flaug í gegnum kollinn á þeim... við eigum að hugsa um þá sem bágt eiga, borða minna sjálfir og deila því sem við eigum með þeim sem ekkert eiga...
Svo náði einn í þriðja stólinn og bauð útigangsmanninum til borðs... þeir voru ekki lengur tveir.
Endir.
Jæja, hvernig saga ætli þetta sé... ja, ekki veit ég það...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvað er þetta?
5.6.2008 | 22:46
Einu sinni var einn sem hitti annan... þeir ákváðu að fá sér rifsberjasafa og setjast út á verönd og velta fyrir sér hvað þeir væru... settu þurrkaða banana í stóra skál og litu upp í himininn, eins og þeir væru að gá að því hvort þeir fengju ekki næði til að leysa gátuna stóru.
Þeir sátu að sumbli langt fram á sumarnóttina, spáðu og spekúleruðu í þessari þraut... loks komust þeir að niðurstöðu...
Þú ert einn og ég er einn og þá erum við tveir, sögðu þeir og glottu við tönn.
Þeir voru sælir og glaðir með þá niðurstöðu, kinkuðu kolli mót himni og sofnuðu sitjandi á olíubornum tréstólunum.
Nú spyr ég; hvernig saga er þetta?
.
.
Kvöl og pína
2.6.2008 | 22:30
Það er þungbær refsing að þurfa lesa ljóð... minnir mig á reykingamanninn sem var dæmdur í fangelsi... fékk heilt karton af sígarettum en engar eldspýtur með sér í klefann...
Fangaverðirnir lásu svo fyrir hann söguna; Litla stúlkan með eldspýturnar.
.
.
![]() |
Látin lesa ljóð í refsingarskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Væri til í að vera á þessum tónleikum
1.6.2008 | 15:42
Alveg væri ég til að fara og sjá meistarann á sviði... hef séð hann á tvennum tónleikum fyrir mörgum árum... hann var svakalega góður... hefur alltaf svo gaman að því sem hann er að gera... þó menn skiptist í Lennon og McCartney hópa, þá nenni ég því eiginlega ekki... báðir góðir þegar þeir voru saman og einnig eftir það... sitthvor stíllinn... en þó mjög líkir í tónlistinni...
.
.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Melrakkasléttan
28.5.2008 | 22:35
Hundasund
27.5.2008 | 20:19
Já, ég var nærri því búinn að yfirgefa þessa jörð um helgina... glímdi við beljandi fljót og hafði betur... sjá HÉR... það var bara gamla góða hundasundið og Miðbæjarþráinn sem komu til bjargar.
Öðruvísi tilfinning að sigla niður íslenska jökulá í gúmmítuðru, heldur en að ríða Cameldýri nokkrum dögum áður í Sínaí eyðimörkinni...
Ég datt út úr bátnum og hvarf oní bláinn
ég saup slatta af vatni og var nærri dáinn
en ég sparkaði fast í manninn með ljáinn
það skemmdist ekkert nema stóra táin
.
.
Allt er þetta samkvæmt vana, orðum aukið hjá mér... rosalega skemmtileg ferð og gilið sem við sigldum í gegnum ægifagurt... ekkert svo hættulegt að sigla þessa á.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Á Cameldýri
26.5.2008 | 22:20
Maður fer ekki til Egyptalands án þess að fara í reiðtúr á Cameldýri.
Við komum að Cameldýrunum þar sem þau lágu í sandinum og biðu spök eftir okkur... Arabi í hvítum serk tók á móti okkur... var líkur Abdúllah... ábyggilega bróðir hans... og heitir örugglega Muhamed...
Um leið og hann sá mig, greip hann í mig og teymdi að einu Cameldýranna og sagði; þú átt að fara á þennan... ég skildi samt ekki orðin, en þetta meinti hann, það var ljóst. Þetta var stærsta dýrið í hópnum, með stórt andlit og virtist frekar pirraður á íslendingunum sem voru að ónáða hann í eftirmiðdegislúrnum...
Við vorum að fara af stað í Camel reið.
Svo var farið á bak... Cameldýrin standa upp í þremur áföngum, hlykkjast einhvernveginn upp í loftið og eins gott að vera viðbúinn þegar það gerist.
Ferðin gekk eins og í sögu... Muhamed reif af okkur myndavélina og snérist í kringum okkur eins og skopparakringla í Arabasekk og myndaði í gríð og erg.
Við áðum eftir klukkutíma reið í Bedúínatjaldi, drukkum Míranda og Bedúína te, dísætt og ljúffengt... og svo var það vatnspípan á eftir... munaði engu að ég byrjaði að reykja í ferðinni... vatnspípurnar ferlega góðar... slökun í tjaldinu og kyrrðin algjör... held ég væri alveg til í að vera Bedúíni...
.
.
Mikið svakalega var gaman að rölta um á þessum dýrum... við vorum mest megnið í fyrsta gír, en gáfum þó aðeins í smá stund til að sjá örlítinn hraða...
Ekki beygja þessi dýr sig niður til að borða gras, því það er ekkert í eyðimörkum, en eitt dýranna teygði þig þó niður til að ná í pappakassa sem lá í sandinum... ég trúði ekki mínum eigin augum þegar dýrið japlaði á pappakassanum og svo hvarf hann niður í maga...
.
.
Rosalega skemmtileg ferð og ógleymanleg.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Okurbúlla Abdúlla
25.5.2008 | 21:59
Jæja, þá er maður kominn úr fríinu.. Frábær ferð til Egyptalands í einu orði sagt.
Við lentum í mörgum ævintýrum þarna í Sharm El Sheik... eiginlega eins mörgum og við vildum. Þurftum bara að rölta okkur út af hótelsvæðinu og yfir á "Vesturbakkann" og þá var maður kominn í arabíska villta vestrið.
"Vesturbakkinn" kölluðum við svæði sem var hinum megin við umferðagötuna sem lá meðfram hótelinu hjá okkur. Þar voru arabar í röðum að reyna að selja okkur alls konar hluti. Og þar réði ríkjum hann Abdullah, miðaldra arabi í hvítum serk með svikul dökk augu.
Okkur langaði nú ekki í mikið af draslinu sem þarna var til sölu en vildum kaupa okkur bjór til að hafa í ísskápnum. Við spurðum Abdullah hvort hann seldi ekki bjór. Jú, jú hvað annað... ok... six beers please, söguðum við. One minute, svaraði Abdullah... síðan sendi hann einhvern stráka sinna út í búðina hinum megin við götuna (búð sem við höfðum ekki séð og labbað framhjá)... hvað kostar svo bjórinn Abdullah?.... spurði ég og rétti honum 10 dollara.... Abbi var nú ekki alveg sáttur við það svo ég dró upp 20 dollara seðil og ætlaði að skipta við hann og fá 10 dollarana aftur til baka...
Karlinn hrifsaði til sín alla 30 dollarana og sagði; dont worry dont worry.. ég gef ykkur til baka... svo fór hann inn í búð og kom til baka með' vöndul af seðlum, Egypsk pund og rétti okkur. Okkur fannst Abdullah bara sanngjarn í viðskiptum og röltum til baka með þessa 6 bjóra í poka.
.
.
En þegar við fórum að skoða seðlana sem við höfðum fengið til baka, þá reyndust þetta bara vera örfá Egypsk pund.
Þetta var því dýrasti bjór sem íslendingur hefur nokkru sinni keypt... held þetta hafi verið aðalfréttin í Al Akhbar í Kairó daginn eftir.
Mér fannst ég heyra hláturinn í Abdullah fram eftir nóttu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Farin í frí
11.5.2008 | 22:36
... jæja, þá erum við að fara í brúðkaupsferðina langþráðu... en eins og sumir kannski muna þá er þetta annarra manna brúðkaup, við förum bara með sem öryggisverðir og skemmtikraftar
Ég hef aðeins verið að kynna mér land og þjóð og veit m.a. að það er þjóðflokkur sem býr í Sinai eyðimörkinni sem kallast Sandalar... fróðlegt... Sandalarnir eru ekkert sérstakir í fótbolta... skora bara eyðimörk...
.
.
Veit einnig að það er hættulegt að panta sér desert á veitingastöðum... maður fær bara sandhrúgu á diskinn..
Það verður örugglega líka gaman að synda í Rauðahafinu. Þar eru víst engir hákarlar, ég er satt best að segja skíthræddur við hákarla..
Hótelið sem við verðum á heitir Hótel Shark.
.
.
Að fara á hausinn
10.5.2008 | 14:08
... það eru kannski ekki allir sem vita hvernig orðatiltækið "að fara á hausinn" er tilkomið...
En ég get sagt ykkur það...
Hjá litlum bæ úti á landi er lítið fjall... lítil fjöll eru ýmist kölluð hólar eða hausar...
Í þessum bæ var fjallið kallað haus... þegar fólk var að berjast við fátækt og átti ekkert að borða, var oft gott að labba upp á hausinn og tína fjallagrös og ber... eða þá að nálgast Guð sinn meira og eiga við hann spjall...
Þeir sem voru illa staddir... fóru því á hausinn...
.
.
Smáa letrið:
Þessi saga er uppspuni frá fjallsrótum... ekki taka mark á henni... samin sérstaklega fyrir Halldór Tuðara bloggvin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)