The streets of London
24.8.2009 | 23:18
Kannski var hænan ljótari
Svört á búk eins og sótari
en eggið eygði samt von
á strætum London
Um að verða aðeins fljótari.
.
.
![]() |
Eggið og hænan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hún snýst ekki !
23.8.2009 | 22:46
Ég lá úti á verönd og góndi út í loftið... sólin skein á vinstri vangann og hitaði hann... ég veitti þessu ekki neina sérstaka athygli... ég mókti og lét mig dreyma um ískaldan ávaxtadrykk... ég hlýt að hafa sofnað því þegar ég vaknaði þá skein sólin á hægri vanga minn...
Þá varð ég fyrir uppljómun... Reynitréð í horni garðsins var á sama stað og áður en ég sofnaði... sama má segja með grenitréð... þarna stóð það beint fyrir framan mig eins að það hafði alltaf gert...
Og viti menn, öll húsin í götunni voru á sama stað... það var bara allt á sama stað og áður en ég sofnaði...
Ég hugsaði, þetta er bölvuð vitleysa að jörðin snúist í kringum sjálfa sig... það er sólin sem er að snúast...
Ég gekk inn í hús uppnuminn yfir uppgötvun minni... nú verður mín minnst í sögubókum...
Ég hellti ávaxtadrykknum í stórt glas, setti hrúgu af klaka útí og drakk í botn.
Horfði á spegilmynd mína í eldhúsglugganum og hugsaði; ég er stórmenni.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tevez og Alexandra
23.8.2009 | 11:12
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Owen frábær
22.8.2009 | 17:27
Það var gleðilegt fyrir alla knattspyrnumenn að sjá Michael Owen skora fyrir Manchester United í dag... rosalega flott mark... og hann brosti sjálfur út að eyrum...
Ég hef alltaf haldið mikið upp á þennan leikmann... algjör snillingur sem vonandi á eftir að eiga sín bestu knattspyrnuár framundan með besta liði í heimi.
.
.
![]() |
Rooney með tvö í stórsigri United - Arsenal fór létt með Portsmoth |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dýrasta sjoppan
22.8.2009 | 10:03
Það er töluvert síðan ég heyrði af þessu með 1998 ehf.
Mér skilst að þetta lán, 30 milljarðar, hafi verið tekið rétt fyrir bankahrun og með einum gjalddaga sem samkvæmt fréttinni er árið 2010.
Ég held að það sé nokkuð ljóst að þegar kemur að þessum gjalddaga þá muni draga til tíðinda varðandi verslanir Haga eða 1998 ehf. því erfitt getur verið fyrir þá að greiða þessa 30 milljarða.
Það er merkilegt að forstjóri Haga skuli ekki kannast við að 1998 ehf. hafi keypt 95,7% í Högum. Já eiginlega alveg stórmerkilegt.
Hver einasta fjölskylda í landinu er nú að fá í hausinn með bakreikningi Jóns Ásgeirs milljarða skuldir sem þær þurfa að borga af á næstu árum.
Ef að þær skuldir eru lagðar ofan á vöruverð í Bónus þá er sú verslun orðin dýrasta sjoppan í landinu.
.
.
![]() |
Hagar í gjörgæslu Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyndna eldhúsklukkan og þögnin
16.8.2009 | 10:32
Það var svo mikill hávaði í tekatlinum þegar ég ræsti hann í morgun. Ég hélt að ég myndi vekja alla í húsinu og jafnvel í allri götunni... en það voru óþarfa áhyggjur.
Þögnin var bara svo mikil að öll hljóð sem rufu hana mögnuðust og hljómuðu eins og miklihvellur.
Femína hrýtur ennþá, reyndar bara á léttu nótunum núna... hún getur hrotið svo hátt að veggir titra. Held hún hafi verið risaeðla í fyrra lífi.
Nefsöngur Femínu og tikkið í fyndnu eldhúsklukkunni er það eina sem heyrist.
Ég las setningu um daginn varðandi hvort lög væru góð eða ekki. Hún var svona.
Lag þarf að vera betra en þögnin sem það rífur.
Það er varla hægt að orða það betur.
Tikkið í fyndnu eldhúsklukkunni og hroturnar í Femínu eru notaleg hljóð og gera þögnina bara betri.
.
.
Af hverju er eldhúsklukkan fyndin ?
Jú, þessi klukka tók upp á því fyrir nokkru að hvíla sig í hverjum hring. Sekúnduvísirinn stoppar þegar hann vísar niður á töluna 6 - þar hjakkar hann smá stund og safnar í sig orku en heldur svo upp. Þegar hann er svo kominn rétt yfir toppinn, við töluna 1 - þá dettur hann niður á töluna 6 og byrjar að hjakka aftur.
Það sem er svo merkilegt við þetta er að klukkan er alltaf rétt þrátt fyrir að ganga ekki eins og aðrar klukkur.
Jæja þá held ég að heilinn í mér sé að komast í gang... hann var rétt í þessu að senda boð um að mér væri kalt á fótunum og hvort ég ætlaði virkilega ekki að fara að koma mér í sokkana.
Úff... þessi heili... harður húsbóndi...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hver yrkir í gegnum mig ?
15.8.2009 | 11:25
Ég er nokkuð viss um að það er einhver sem yrkir í gegnum mig.
Í morgun vaknaði ég og þá var þessi vísa tilbúin í kollinum á mér.
Ekki gerði ég hana, það eitt er víst, því ég var steinsofandi þegar hún varð til.
Enda skil ég ekkert í því hvert höfundurinn er að fara:
Stirður er á mér skrokkurinn
skakkur og snúinn lokkurinn
Skildi hann hleypa okkur inn
sænski skíta kokkurinn?.
.
Þekkt er að framliðnir drekki í gegnum lifandi fólk. Ég man eftir því fyrir mörgum árum þegar hlustendur voru að hringja inn á útvarpsstöðvarnar í Þjóðarsálina og slíka þætti. Þá hringdi kófdrukkinn maður inn og sagði farir sínar ekki sléttar. Það var verið að drekka í gegnum hann og hann réði ekki neitt við neitt... það heyrðist líka í konu á bak við hann sem sagði að þessi sem drykki í gegnum manninn hennar hefði meira að segja hent henni út í vegg rétt áðan... Þau voru í mestu vandræðum með þennan anda sem notfærði sér eiginmanninn með þessum hætti.
Ég vona að sá sem yrkir í gegnum mig sé ekki mjög drykkfeldur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Í sturtunni
12.8.2009 | 20:56
Ég fór í sund í kvöld.
Í búningsklefanum og í sturtunni getur maður stundum orðið vitni að fróðlegum umræðum.
Í kvöld varð ég vitni að þessu samtali.
Maður 1 ávarpar mann 2)
"Á morgun eru 141 dagur til jóla".
(Ég hugsaði lengi um það og hugsa um það enn af hverju hann sagði ekki að í dag væru 142 dagar til jóla???)
Maður 1 heldur áfram og spyr mann 2)
"Ertu búinn með sumarfríið"?
Maður 2 svarar:
"Já en ég á eftir að fara að veiða í nokkra daga".
Það er nefnilega það... að fara að veiða telst greinilega ekki vera sumarfrí lengur.
Maður lærir heilan helling um lífið og tilveruna í sundlaugarsturtunni enda sálin svo hrein eftir gott bað.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Getum við valið ?
4.8.2009 | 19:49
Ef maður getur ekki borgað skuldir sínar þá fer maður á hausinn... verður gjaldþrota. Einhvern veginn finnst mér sumir stjórnmálamenn tala þannig að við bara ráðum því hvort við borgum Icesave skuldirnar eða ekki...
Það er hundfúlt og þyngra en tárum taki að þurfa að borga skuldir sem aðrir settu okkur í án þess að við hefðum hugmynd um það.
En er það virkilega þannig Höskuldur Þórhallsson að við getum bara valið um það að borga eða borga ekki ?
Mikið vildi ég að svo væri.
.
.
![]() |
Samningurinn dæmir okkur til fátæktar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Brúðarkjóllinn
25.7.2009 | 10:55
Eftir að hún fór inn í brúarkjólamátunina ákvað hann að rölta um nágrennið. Hann mátti ekki fara inn með henni og sjá brúðarkjólinn. Hann var yfir sig hamingjusamur eins og strákhvolpur, ástfanginn og glaður í hjarta.
Hann fór inn í bókabúð þar rétt hjá. Hann langaði til að gefa henni gjöf í tilefni dagsins. Reyndar langaði hann alltaf til að gefa henni gjafir, stórar og smáar. Hann elskaði hana óstjórnlega mikið. Allt fallegt sem hann sá minnti á hana, öll fallegu lögin og textarnir sem fjölluðu um ást snertu hann í hjartastað og hann sjá fyrir sér augun hennar. Þessi einstöku dökku augu sem voru full af ást og blíðu.
Hann fann ekki neitt sem passaði í bókabúðinni. Keypti þó styttu af hundi sem hann langaði að gefa dóttur hennar. Rölti áfram um nágrennið og fann blómabúð. Þar inni keypti hann stóra fallega rós. Hann langaði að gleðja hana, sýna henni hvað honum þótti vænt um það sem hún var nú að gera. Gefa henni rauða rós þegar hún kæmi út og væri búin að finna kjólinn. Kjólinn sem hann mátti ekki sjá en vissi að var ofboðslega fallegur, bara þegar hún væri í honum.
Sólin skein.
Hann langaði að setjast á bekk og lesa blað. Innra með sér var hann svo rólegur, hafði aldrei fundið svona innri ró áður í lífinu. Mikið rosalega átti hann fallega framtíð fyrir augum. Sá búð hinum megin við götuna. Gekk yfir og keypti dagblað. Leit á forsíðuna þegar hann gekk yfir gangbrautina og sá ekki svarta bílinn sem kom á of mikilli ferð. Hann dó samstundis.
Fallega tilvonandi konan hans kom út úr búðinni brosandi. Hlakkaði til að segja honum að hún hefði fundið kjól sem væri einmitt hún. Hann myndi gráta af gleði þegar hún gengi inn kirkjugólfið.
Svona hefði þessi saga getað endað en hún endaði ekki svona.
Heldur svona;
Hann gekk yfir gangbrautina með dagblaðið undir hendinni. Svarti bíllinn kom á of mikilli ferð en hann sá hann í tíma og rétt náði að stökkva frá honum. Bar fyrir sig hægri höndina þegar hann lenti á gangstéttinni og skrámaði sig.
Þegar hún kom út úr búðinni var hann einmitt að koma að bílnum sem hann hafði lagt þar rétt hjá. Hún brosti út af eyrum faðmaði hann og hvíslaði; ég fann æðislegan kjól, þú verður að hafa með þér servíettu í kirkjuna, ég er viss um að þú ferð að skæla. Hvað kom fyrir höndina á þér, spurði hún þegar hún sá smá blóð seytla út úr skrámunum.
Ég rak mig aðeins í sagði hann. þetta grær áður en ég gifti mig. Þau brostu og horfðust í augu. Jæja, drífum okkur á Bæjarins besta og fáum okkur pylsu. Við þurfum að halda upp á þennan fallega dag.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)