Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Orðlaus

Mig langaði að yrkja til þín ljóð
og nota til þess orð sem segja sögur.
En hvernig get ég sagt hvað þú ert góð ?
Og hvernig get ég sagt hvað þú ert fögur ?

Ég finn að orðin sem ég nota vil
þau eru ekki í þessum heimi til.
Sem geta sagt hve elska ég þig heitt
Ég ákvað því að segja ekki neitt.

.

 rose

.


Mjúki kúrinn

Eins og alþjóð veit þá byrjaði ég í aðhaldi eða megrun á miðvikudaginn var, 2. september.

Nú á þriðja degi reis ég upp og steig á vigtina og viti menn, 1400 grömm farinn, 1,4 kíló, takk fyrir, góðan daginn, gleðilegt sumar.

Þið eruð eflaust forvitin að vita út á hvað þessi kúr gengur ?

Ég kalla þetta "´Mjúka kúrinn"

Hann gengur út á það að pína sig ekki mikið, vera ekki með tóman maga og garnagaul og grípa svo í gulrót til að seðja hungrið.
.

 rabbit_eating_carrot_lg_clr

.
Mjúki kúrinn gengur út á að að borða ekkert nammi, kex eða kökur og sleppa gosi. Þetta er ekkert flókið... en um helgar má maður fá sér gos með matnum ef maður vill og smá nammi en ekki leggjast í nammisukk samt.
Ég verð að viðurkenna að ég er Appelsínkall (Vallaskall) og finnst ískalt Appelsín rosalega gott og ískaldur perucider dásamlegur. Ég stenst heldur aldrei langt lakkrísrör, og ís með dýfu.

En meðfylgjandi því að sleppa namminu, kexinu, kökunum og gosinu, þarf maður náttúrulega að hreyfa sig aðeins meira, fara oftar í sund og synda lengra t.d. eða þá að fara út að ganga með Femínu sem er satt best að segja of þybbin, blessunin en ég hef ekki sagt það við hana svona beint út og vona að hún lesi ekki bloggið mitt.

Ég hef á þessum þremur dögum lést um 466,66666666666666666666666 gröm að meðaltali á dag. Það þýðir að eftir 191,14588774 daga verð ég orðinn 0 kíló. Ég verð að muna að hætta aðeins fyrr í megruninni.

Annars er það eitt sem ég hef áhyggjur af... nú minnkar maður og minnkar en maður veit ekki alveg hvað það er sem minnkar... eru það tærnar eða maginn eða jafnvel heilinn ???

Það er nákvæmlega það sem ég óttast, kannski er heilinn á mér að minnka.
.

 SHERLOCKCHANDLERMODEL

.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband