Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Þar sem ég hvíli mín lúnu bein - sögulok.

Við skildum við Hamar þar sem hann hafði tekið við græna steininum úr hendi dökkhærðu stúlkunnar.

Hann varð hamingjusamur í lífinu, eignaðist börn og buru og giftist Þuru.

Það var þó eitt sem angraði hann af og til. Hann sá svo eftir fallegu beinunum sem hann hafði gefið dökkhærðu stúlkunni.
Eftir því sem árin liðu ágerðist þrá hans að sjá og eignast beinin aftur.
Oft hafði hann gengið um fjöruna sína og sest á rekaviðardrumbinn og velt fyrir sér hvort hann ætti að nota óskina einu sem falin var í græna flata steininum.

Hann var farinn að dreyma beinin á nóttunni, þau töluðu til hans;

Pabbi viltu fara með okkur í fjöruna og sýna okkur æðarkolluna og ungana þeirra. Pabbi það var svo gaman að fara í göngutúra með þér; Pabbi viltu sækja okkur.

Hann vaknaði sveittur einn morguninn eftir svona draum. Klæddi sig í skyndi og stakk græna steininum í vasann.

Þegar hann var sestur á rekaviðardrumbinn í fjörunni, tók hann græna steininn upp. Hann hélt honum upp að andlitinu og sagði;

Ég óska mér að fá beinin mín aftur.
.

 GraySky

.

Elding lýsti upp gráan morgunhiminninn og nokkrum sekúndum seinna rauf þruma morgunkyrrðina, það byrjaði að rigna, algjört úrhelli.

Daginn eftir hafði stytt upp og sól skein í heiði.

 Við hliðina á rekaviðnum lá lítill strigapoki, hauskúpa af manni og hrúga af beinum. 

Sjórinn kyssti ströndina blíðlega þegar æðarkolla synti hjá með ungana sína.

 


Ríkisútvarp allra landsmanna ?

Það kom hvorki hósti né stuna frá Ríkisútvarpinu í a.m.k. 20 mínútur eftir að rafmagnið fór af.
Hér í Borgarnesi var rafmagnslaust í a.m.k. klukkutíma.

Ég vissi fljótlega (með símtali) að það var rafmagnslaust á Akureyri líka svo það var greinilega eitthvað mikið að.

Mér finnst Ríkisútvarpið klikka illilega að bregðast ekki fyrr við og upplýsa landsbyggðina hvað væri að.

Ef Reykjavík hefði dottið út þá hefði allt orðið brjálað á augabragði. Ríkisútvarpið getur því varla talið sig útvarp allra landsmanna með þessari frammistöðu.

Það er greinilega ekki sama hvar á landinu fólk býr.

Annars er þetta ótrúlega viðkvæmt kerfi hjá okkur að einhver bilun í Fjarðaráli leiði til þess að nánast allt landið verður rafmagnslaust.


mbl.is Víðtæk rafmagnsbilun á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir 50 þúsund ár

Fyrir 40 árum miðuðu vísindamenn (man ekki í hvaða landi) á fjarlægar reikistjörnur og skutu í átt til þeirra... skilaboðum... veit ekki nákvæmlega hvernig þessi skilaboð eru... en þeir sendu þessi skilaboð náttúrulega í þeirri von að fá svar til baka... frá geimverum...

En það verða einhverjir aðrir en þeir sem fá svarið ef það þá einhvern tímann kemur til baka... því það tekur skilaboðin 25 þúsund ár að ná til stjarnanna og svo önnur 25 þúsund ár að koma til jarðarinnar aftur... oooo ég missi líklega af svarinu líka...
Þá verð ég dáinn... æ,æ... ég á eftir að sakna mín...

Gefum G.E. Hannessyni orðið;

Gull, silfur, demantar
eru ekki verðmæti
heldur tíminn
sem þú dvelur hjá mér
.

28-time-management

.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband