Ríkisútvarp allra landsmanna ?

Það kom hvorki hósti né stuna frá Ríkisútvarpinu í a.m.k. 20 mínútur eftir að rafmagnið fór af.
Hér í Borgarnesi var rafmagnslaust í a.m.k. klukkutíma.

Ég vissi fljótlega (með símtali) að það var rafmagnslaust á Akureyri líka svo það var greinilega eitthvað mikið að.

Mér finnst Ríkisútvarpið klikka illilega að bregðast ekki fyrr við og upplýsa landsbyggðina hvað væri að.

Ef Reykjavík hefði dottið út þá hefði allt orðið brjálað á augabragði. Ríkisútvarpið getur því varla talið sig útvarp allra landsmanna með þessari frammistöðu.

Það er greinilega ekki sama hvar á landinu fólk býr.

Annars er þetta ótrúlega viðkvæmt kerfi hjá okkur að einhver bilun í Fjarðaráli leiði til þess að nánast allt landið verður rafmagnslaust.


mbl.is Víðtæk rafmagnsbilun á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki sagt að þetta sé algengt, svo ég er ekki sammála að þetta sé viðkvæmt kerfi. Held við höfum það gott miðað við aðrar þjóðir í t.d. fátækari stöðum þar sem nánast öll lítil fyrirtæki eru með vararafafla því að rafmagnið fer út af reglulega.

Einar (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 22:45

2 Smámynd: Brattur

Jú vissulega höfum við það mjög gott en einhverveginn finnst mér það skrítið að nánast öll landsbyggðin skuli verða rafmagnslaus vegna þess að það varð bilun hjá Fjarðaráli.

Brattur, 7.5.2010 kl. 22:53

3 identicon

Ef allt færi á annan endan, þá væri álverin tryggð rafmagn framyfir almenning.

Ríkisútvarpið mæti láta vita þegar eitthvað svona gerist.  Það er jú megin forsenda fyrir tilvist þess.

Rabbi (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 23:35

4 identicon

Rétt er það að viðhvæmt er kerfið, og svo ætlast fólk til að hér verði sett upp alþjóðleg gagnaver, og önnur hátækni fyrirtæki, fól verður að fara að gera sér grein fyrir því að slíkt er jafn líklegt og að hér yrði einhverntíman alþjóðleg fjármálamiðstöð.  Landið er ósköp lítið og einangrað, og innviðir þess veikbyggðir, eins og sést best á þessu rafmangnsleysi, frá Hvalfirði norðurum land að Hornafirði.

Rétt er það líka, að verði einn hluti Reykjavíkur rafmagnslaus um stund, þá fáum við fréttir af því 3 min seinna, ruv-1 rauf reyndar dagskrá til að segja frá þessu ca 15 min eftir að rafmagn fór af norðurlandi, þá með einni stuttir tilkynningu um rafmagnstruflanir, síðan ekki meir fyrr en í "tíjufréttum"

  GSM var afar stopult og landlína símans óvirk.  Manni datt helst í hug að eithvað óskaplegt hefði gerst í virkjunum á suðurlandi. Það er skylda ruv að segja frá svona meiri háttar "krassi" strax. 

Landið hrundi gersamlega... nema S og SV landið.

Ég vil fá að vita hver er ábyrgur fyrir þessum skandal !!! 

Kv.  S.

S (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 00:24

5 Smámynd: Brattur

Í öðrum löndum myndi orkumálaráðherrann segja af sér á stundinni...

RUV sagði eingöngu að rafmagnið hefði farið af, en það vissum við nú þegar sem vorum rafmagnslaus... það vantaði meiri upplýsingar núna á þessum viðsjárverðu tímum...

Brattur, 8.5.2010 kl. 01:15

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er sammála því að RUV brást algerlega í þessu. Hitt er annað mál að rafmagnsöryggi hér á Íslandi er mjög öruggt, sennilega hvergi í heimi jafn stöðugt og hjá okkur. Það er örugglega hluti af áhuga erlendra fjárfesta til að koma hér upp gagnaverum.

Sú staðreynd að vandamál hjá Fjarðarál skuli geta slegið út rafmagni af stórum hluta landsins er væntanlega vegna ófullkomins búnaðar hjá þeim. Því ber að láta laga það.

Á fyrstu árum stóriðjunnar, ÍSAL og Járnblendið, voru svona uppákomur algengar. Þar voru settir upp öflugir þéttar til að taka við högginu ef útsláttur varð. Síðan þá er það alger undantekning ef þær verksmiðjur ásamt Norðurál valdi truflunum á landsnetinu.

Vandamálið er því væntanlega hjá Reyðarál og ber að laga það.

RUV verður einnig að taka sig verulega á, grundvöllur fyrir starfsemi þess er vegna öryggis fyrir landsbyggðina. Í þessu tilviki brást RUV. 

Gunnar Heiðarsson, 8.5.2010 kl. 07:21

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sammála þessu - það þarf að daga einhverja til ábyrgðar fyrir þessu. Þetta átti alls ekki að geta gerst og RÚV stóð sig MJÖG illa!

Sumarliði Einar Daðason, 8.5.2010 kl. 09:16

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég hélt einmitt að hringtenging landsnetsins væri til þess hugsuð að koma í veg fyrir að svo gæti gerst, að hæalft landið yrði rafmagnslaust.

RÚV er útvarp allra landsmanna sem búa á SV horninu.

Brjánn Guðjónsson, 8.5.2010 kl. 10:44

9 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Það er varla hægt að kenna RÚV um það, að veita ekki upplýsingar um það strax hvers vegna rafmagnið fór af. RÚV þarf fyrst að fá upplýsingar um orsakavaldinn áður en þeir senda það út til landsmanna, en það virtist ekki vera alveg komið á hreint er ég hlustaði á tíu fréttir hver orsökin var.

Hjörtur Herbertsson, 8.5.2010 kl. 11:43

10 Smámynd: Brattur

Er ekki RÚV hluti af almannavörnum ? Það var einhver þjóðlagaþáttur held ég í gangi á Rás 1 þegar rafmagnið fór af... aðrar stöðvar náðust t.d. ekki hérna í Borgarnesi, ekkert net og engar upplýsingar að hafa... það er ekki laust við að ónot hafi verið í fólki að vita af því að rafmagnið var farið af nær öllu landinu og engar upplýsingar að hafa...

Trúi ekki að RÚV hafi ekki getað gert betur en þetta.

Brattur, 8.5.2010 kl. 12:27

11 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Kannski er það ekki af ástæðulausu að landsbyggðarfólk hafi yfirleitt tvöfalt vægi í Alþingiskostningum miðað við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu, þar sem öllu virðist stjórnað - ef höfuðborgarsvæðið finnur ekki fyrir því þá getur þetta ekki verið mikilvægt.

Sumarliði Einar Daðason, 8.5.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband