Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Verum betri.

Já öll vitum við og finnum fyrir því að tíminn flýgur og tíminn líður hratt.

Í argaþrasi dagsins þá gleymum við stundum að njóta lífsins. Gleymum að hver sekúnda er gulls ígildi. Hvert skref sem við tökum og hvert orð sem við segjum skiptir miklu máli. Kannski ekki fyrir heiminn en fyrir okkar heim, okkar umhverfi, okkar fólk og okkur sjálf.

Ég gleymi aldrei orðum geimfarans forðum sem var spurður að því hvað honum hefði þó merkilegast við að fara út í geiminn. Hann svaraði;

Það að sjá jörðina okkar, bláa ljómandi fallega, það var yndislegt, en ég fékk sting í hjartað að vita hvað við erum vond hvort við annað á þessari litlu jörð.

Við erum ein á agnarsmárri kúlu og erum alltaf í stríði, deyðum og meiðum... þetta er svo heimskt.

Mér dettur þetta einmitt í hug núna þegar við Íslendingar berjum hver á öðrum með orðum í rifrildi um peninga... ljót orð falla sem betur væri ósögð.

En þar sem þessi færsla er orðin full hátíðleg ætla ég að enda með tveimur góðum spakmælum.

Það er gott fyrir mig að vera ég, það er gott fyrir þig að vera þú. En það er best fyrir okkur að vera við !

Hvar væri heimurinn án þín og líf þitt án mín !
.

il_fullxfull.6119164

.


Perlan

Hér kemur smá upprifjun... þetta blogg er síðan í mars 2008... 


Dagarnir færa manni ýmislegt... stundum eitthvað allt annað en maður reiknaði með... stundum gott, stundum ekki eins gott... stundum mjöööööög gott...Smile

... og þá er maður nú kátur og glaður...Smile

Allir eiga sinn uppáhaldsdag í lífinu... ég á minn...

 

Perlan og dagurinn.

Þú hljóðlega birtist
þá snerti ég þig
þú varst svo góður
ég faðmaði þig
 
Allt sem ég vildi
Færðir þú mér
ég þakklátur
verð alltaf þér.

Hún dvelur hjá mér
alla daga
Perlan
sem fékk ég frá þér.

.

1169062531214_c3_01

 

.


Hættur að drekka !

Jæja, þá kom að því.

Ég er hættur að drekka... en byrjaður að reykja í staðinn Blush

Það er reyndar smá plott í gangi... sparnaðarplott.

Ég ætla að spara 324.850- kr. á þessari ráðagerð.

Hvernig fer ég að þessu, spyrjið þið.

Jú... ég hætti fljótlega að reykja aftur, þá græði ég 890.- kr. á dag x 365 = 324.850.- kr. á ári.

Eftir þetta þá ætla ég aftur að byrja að drekka minn bjór og það kostar ekki neitt, því ég keypt bjórinn hvort sem er áður en ég hætti að reykja Smile
.

 nicholson_1

.


Með eða á móti ???

Ég hélt fyrir nokkrum dögum að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn vildu þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

Nú held ég, held ég, að þeir séu orðnir á móti, held ég.

Þeir vilja nú heyrist mér EKKI  leyfa okkur að kjósa um lögin.

Þurfti aðeins að rifja upp í huganum þegar ég horfði á Illuga Gunnarsson í fréttunum áðan í hvaða flokki hann væri.

Það er einhver viðsnúningur í loftinu... menn eru farnir að segja allt aðra hluti en fyrir fáum dögum síðan.

Minnir mig á það þegar ég svaf til fóta hjá sjálfum mér.
.

 feet

.


mbl.is Lög um þjóðaratkvæði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosið milli forsetans og stjórnarinnar.

Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla verður í raun atkvæðagreiðsla um hvort menn vilji hafa þessa ríkisstjórn áfram eða forsetann.

Sá aðili sem "tapar" verður að segja af sér.

Merkilegt að samkvæmt könnun Capacent í dag þá er meirihluti þjóðarinnar samþykkur Icesave lögunum. Tilfinning sem ég hef haft undanfarna daga.

Nú þurfum við að fara að tala um tvö hrun eins og við tölum um fyrri- og seinni heimstyrjöldina. Nú komum við til með að tala um "Bankahrunið" og "Forsetahrunið"
.

 th_eye

.


mbl.is Meirihluti andvígur ákvörðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Huglaus forseti.

Ég skammast mín fyrir huglausan forseta.

Hann hugsaði bara um eigin vinsældir en ekki hag þjóðarinnar þegar hann neitaði að skrifa undir lögin í dag. Hann er hluti af útrásarliðinu og hefur hagsmuna að gæta í málinu, enda tekur hann þessa ákvörðun til að reyna að líta betur út í sögubókunum.

Hann brast kjark á ögurstundu til að taka rétta ákvörðum fyrir þjóð sína.

Ólafur Ragnar Grímsson, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tala allir um að nú verði hægt að sætta þjóðina. Eru þessir menn ekki jarðtengdir ?

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn bera mesta ábyrgð á hruninu. Fyrst skemma þeir og svo skemma þeir fyrir þeim sem eru að reyna að byggja landið upp að nýju.
Ætlar fólk að láta þá fíflast með sig mikið lengur ?

Ég held að nú verði sundrungin meiri og klofningur þjóðarinnar meiri en nokkur tíma fyrr. Það á að fara að etja þjóðinni saman í kosningabaráttu um Icesave, en málið hefur reynst okkur öllum mjög erfitt hingað til.
.

 

 Ólafur Ragnar Grímsson segi af sér

.


mbl.is Gríðarlega sterk viðbrögð erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bræðurnir

Einu sinni voru bræður sem hétu Mallakútur, Labbakútur, Gaskútur og Drullusokkur.

Þegar þeir voru orðnir nokkuð stálpaðir þá var orðið of þröngt í hreiðrinu heima hjá mömmu Fló og pabba Pedda.

Pabbi Peddi kallaði á fjölskyldufund.

Synir mínir þið eruð að verða of fyrirferðamiklir, étið allt snakkið mitt, drekkið allan bjórinn minn og gangið inn á skítugum skónum. Hún móðir ykkar er komin með skúringarolnboga svo mikið hefur hún hamast með skúringamoppuna um gólfin undanfarin misseri. Nú vil ég að þið farið að heiman og freistið gjæfunnar út í hinum stóra heimi. Það verður aldrei neitt úr ykkur ef þið hangið bara í pilsfaldinum á henni mömmu ykkar og reynið aldrei neitt á ykkur.

Finni ykkur konur, getið börn og verið hamingjusamir. Skírið svo einn eða tvo hvolpa í hausinn á okkur ömmu. Út með ykkur !

Bræðurnir litu hvor á annan. Þetta er víst alveg rétt hjá pabba Pedda. Það verður aldrei neitt úr okkur nema við spreytum okkur sjálfir úti í hinum stóra heimi, sagði Drullusokkur um leið og hann reimaði á sig skóna.

Svo héldu þeir af stað. Eftir stutta göngu ákváðu þeir að setjast niður og hvíla sig. Labbakútur hafði tekið með sér fjórar kókómjólk og poka af kleinum. Þeir lögðust í grasið og borðuðu nestið.

Á hverju eigum við að byrja ? Spurði Gaskútur. Mallakútur tuggði strá og horfði dreyminn upp í himinninn. Eigum við ekki að fara til borgarinnar og leita okkur að eiginkonum, sagði hann og virtist frekar tala til himinsins en bræðra sinna. Svo skulum við skipta liði þegar til borgarinnar verður komið, hélt hann áfram. Sá sem verður fyrstur til að eignast barn fer rakleiðis heim til pabba og mömmu og gleður þau með því að skíra í höfuðið á þeim, Fló ef það verður stelpa, Peddi ef það verður strákur.
.

chris-palmer-rural-countryside

.

Framhald.


Hámark vitleysunnar

Leiksýningin stendur sem hæst.

Eini tilgangur þessa skrípaleiks er að koma Sjálfstæðisflokknum og Framsókn aftur til valda.

Þegar það hefur tekist munu þeir flokkar samþykkja Icesave eins og ekkert sé. Síðan munu þeir reyna að bregða fæti fyrir rannsóknarnefndina um bankahrunið, því þeir óttast þau tíðindi sem frá þeirri nefnd er að vænta.

Að hleypa þessum flokkum aftur að valdastólum er eins og að láta þekktan innbrotsþjóf hafa lykilinn að húsi sínu og biðja hann að gæta þess.


mbl.is Afhenda forseta undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband