Verum betri.

Já öll vitum við og finnum fyrir því að tíminn flýgur og tíminn líður hratt.

Í argaþrasi dagsins þá gleymum við stundum að njóta lífsins. Gleymum að hver sekúnda er gulls ígildi. Hvert skref sem við tökum og hvert orð sem við segjum skiptir miklu máli. Kannski ekki fyrir heiminn en fyrir okkar heim, okkar umhverfi, okkar fólk og okkur sjálf.

Ég gleymi aldrei orðum geimfarans forðum sem var spurður að því hvað honum hefði þó merkilegast við að fara út í geiminn. Hann svaraði;

Það að sjá jörðina okkar, bláa ljómandi fallega, það var yndislegt, en ég fékk sting í hjartað að vita hvað við erum vond hvort við annað á þessari litlu jörð.

Við erum ein á agnarsmárri kúlu og erum alltaf í stríði, deyðum og meiðum... þetta er svo heimskt.

Mér dettur þetta einmitt í hug núna þegar við Íslendingar berjum hver á öðrum með orðum í rifrildi um peninga... ljót orð falla sem betur væri ósögð.

En þar sem þessi færsla er orðin full hátíðleg ætla ég að enda með tveimur góðum spakmælum.

Það er gott fyrir mig að vera ég, það er gott fyrir þig að vera þú. En það er best fyrir okkur að vera við !

Hvar væri heimurinn án þín og líf þitt án mín !
.

il_fullxfull.6119164

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Góð pæling og þörf.

hilmar jónsson, 14.1.2010 kl. 00:14

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Svo fallegar hugsanir Brattur að ég hugleiddi að grenja fullt handklæði, en þar sem mér hefur ekki tekist að berja inn í hausinn á þér mínar skoðanir verður það að bíða.

Er þetta ekki kjarni vandans Gísli brattastur Borgfirðinga syðri, það eru allir að berja sýnar skoðanir inn í annarra manna hausa í stað þess að eiga samtal og skýra þannig ólíkar skoðanir í leit að niðurstöðu eða alla vega smá skilningi.

Málefnaleg gagnrýni er nauðsyn til að vekja athygli á öðrum sjónarmiðum og verður að eiga sér stað, hana má ekki kæfa eða þagga niður, gæta skal hófs í nærveru sála.

Taka hart á málefninu en hlífa persónunni.

Kannski er þörf hjá okkur öllum að horfa í spegil?

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 14.1.2010 kl. 12:03

3 Smámynd: Brattur

Jú, Þorsteinn Valur, það er einmitt það sem ég er að reyna að segja... að við ræðum málið án þess að kalla hvor annan asna !
Það hlýtur bara að vera hægt, ekki satt og einmitt mjög gott að líta í eigin barm og reyna að bæta sig

Annars er ég bara feginn að ég grætti þig ekki  góðar kveðjur austur.

Brattur, 14.1.2010 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband