Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Reyna að hafa áhrif á dómarana
31.1.2009 | 11:16
Það er gömul saga og ný að benda á dómarann að illa gengur á vellinum... Veit ekki alveg í hvers konar kasti Scolari og Benitez eru... ég held reyndar að Benitez sé ekki Benitez... ég held að þetta sé ennþá Houllier bara búinn að fara í smá lýtaaðgerð...
Þeir félagar eru bara að reyna að hafa áhrif á dómarana í þeirri veiku von að það hjálpi þeim að hala inn fleiri stig í baráttunni við United.
Ekki erum við Alex að væla mikið þó við fáum varla vítaspyrnu á heilli leiktíð... nei og nei... við viljum láta verkin tala... erum með eitt prúðasta og leiknasta lið deildarinnar meðan þeir sem eru að reyna að halda í við okkur, Liverpool og Chelsea eru með tréhesta innanaborðs hjá sér og grófa leikmenn á borð við Mikael Ballack og Sammy Hyppia... eða heitir hann Sammy Raikonen?... man það ekki...
Alex Ferguson er lang málefnalegasti stjórinn sem tjáir sig um fótboltann... það er unun að hlusta á hann þegar hann tekur til máls.
.
.
Tekur undir með Benitez | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hérinn og gæsin
31.1.2009 | 10:21
Einhvernvegin minnir þessi Framsóknarfarsi mig á gamla sögu;
Einu sinni var bóndi sem átti héra og gæs... hérinn var slóttugur og vissi að bóndinn myndi annað hvort éta hann eða gæsina um jólin...
Hérinn gerði samkomulag við bóndann... hann lofaði að hjálpa honum að setja niður gulrætur og vera duglegur að smala fénu með honum... hérinn æfði sig dag og nótt að gelta eins og hundur til að geta sinnt hlutverki sínu í smalamennskunni... hann náði því svona næstum því, en var samt alltaf hálf skrækur, eins og hundur með hálsbólgu...
Gæsin var hinsvegar himinglöð á hverjum degi og vappaði um bæjarhlaðið og söng af hjartans lyst... Stundum settist bóndinn hjá henni og þau tóku lagið saman...
.
.
Svo leið sumarið og vetur gekk í garð... hérinn snérist eins og skopparakringla í kringum bóndann og reyndi að þóknast honum í öllu... sleikti gleraugun hans og þreif, setti nýja klósettrúllu á haldarann þegar sú gamla var búin og kveikti á hádegisfréttunum svo dæmi séu tekin...
Í desemberbyrjun fór bóndinn að raula jólalög... Ó, Helga nótt söng hann meðal annars... gæsinni þótti það lag undurfagurt og lærði það strax og gat tekið undir... þetta er nú meiri gæsin sem ég á, hugsaði bóndinn, syngur svo fallega og færir mér birtu og yl í sálartetrið...
Hérinn varð hálfsmeykur þegar hann sá hvað bóndinn var heillaður af gæsinni... hann reyndi að syngja líka, en þvílík hörmung, skrækur og falskur var hann svo bóndann verkjaði í eyrun og fékk hausverk...
Á Aðfangadag settist bóndinn við borð sitt, í matinn var svikinn héri...
Á eftir settist hann inn í stofu og gæsin með honum... þau sungu Ó, helga nótt...
Það hljómaði fegurra en nokkru sinni áður.
.
.
Ósætti um aðgerðirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framsókn að klikka
30.1.2009 | 18:27
Það er komin smá jákvæðni í almenning í landinu og von að kvikna í brjóstum um að nú fáum við betri og sanngjarnari ríkisstjórn sem muni stjórna landinu fram að kosningum.
Stjórn sem mun ekki byrja á að skera niður kjör sjúklinga og eldra fólks, heldur forgangsraða niðurskurðinum þannig að þeir sem minnimáttar eru verið ekki fyrstir.
Stjórn sem mun taka á vanda heimilanna að festu... gera róttæka hluti til að koma til móts við fólk sem skuldar mikið og er að missa heimili sín.
Eftir að hafa heyrt í Jóhönnu og Steingrími J. sýnist manni einnig að það eigi að tala við almenning í landinu og láta hann vita hvað er að gerast á stjórnarheimilinu á hverjum tíma.
Framsóknarmenn eru hikandi... áttu þeir ekki frumkvæðið að því að þessi minnihlutastjórn er nú í burðarliðnum? Ætluðu þeir ekki að styðja hana?
Eru peningamenn að þrýsta á hinn unga formann sem hingað til hefur staðið sig vel? Ef hann hleypur undan skaftinu núna á Framsókn sér aldrei viðreisnar von.
Ný ríkisstjórn eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Billy boy
29.1.2009 | 18:38
Billy boy er bara léttur þó að húmi að í efnahagsmálum heimsins.
Það er um að gera að njóta þess sem maður hefur og brosa upp í vindinn... þá fær maður svo mikið súrefni inn í sig og hugsar skýrar... svo er bara miklu betra að vera lifandi en dauður... held ég...
VON
Ennþá á ég mér þá von
að kreppan okkur hlífi
Ég er eins og Bill Clinton
Finnst gott að vera á lífi
.
.
Clinton: Það er gott að vera á lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þvílíkt rugl
29.1.2009 | 12:26
Ja hérna... ekki er það nú merkilegur flokkur sem lætur hvalveiðimálið trufla sig í að bjarga landinu frá gjaldþroti...
Ég bara trúi því ekki að menn ætli að láta steyta á þessu máli... hreinlega trúi ekki svona vitleysu...
Menn sjá ekki trén fyrir skóginum.
.
.
Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Alltaf haft taugar til Wigan
28.1.2009 | 22:02
Egyptinn Mido skoraði glæsilegt mark frá vítapunktinum og náði í dýrmæt stig fyrir Wigan...
Liverpool sá aldrei til sólar í þessum leik og var í raun heppið að ná 1 stigi.
Ég hef alltaf haldið örlítið með Wigan og var ánægður með að sjá þá ná þessu jafntefli.
Þess má geta að Sammy Lee lék ekki með Liverpool í kvöld.
Áfram Manchester United!!!
.
.
Wigan og Liverpool skildu jöfn - Van Persie kom Arsenal til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hljóp á eiginmann
27.1.2009 | 21:19
... fín staða í hálfleik gegn WBA... þegar Tevez skoraði síðara mark fyrri hálfleiks, hljóp markvörðurinn á "eiginmann" eins og Höddi orðaði það í lýsingunni... sem var að þvælast fyrir honum...
Ég held það sé ekki sterkt hjá WBA að vera með eiginmann í vörninni...
.
.
Man Utd burstaði WBA, 5:0, og setti met - Heiðar skoraði tvö fyrir QPR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég á mér draum
26.1.2009 | 21:11
Mig dreymdi í nótt að Ólafur forseti boðaði mig á fund að Bessastöðum... hann lét DHL bíl ná í mig... ég var að klæða mig eftir sturtu og rétt náði að fara í appelsínugula bolinn minn... byltingarbolinn..
Við áttum ánægjulegan fund, ég og forsetinn... Dorrit kom með pönnsur og bláberjasultu og sprauturjóma... ég spurði Dorrit hvort hún ætti ekki heitt súkkulaði líka... mig hefur nefnilega alltaf langað til að drekka heitt súkkulaði á Bessastöðum... Dorrit trítlaði fram í eldhús og kom með súkkulaðið að vörmu spori...
En Óli var ekkert að tvínóna við hlutina frekar en í fyrradag og sagði;
Brattur, þú ert eina von þjóðarinnar... sómi þess bogi og ör...
Ég vil að þú verðir forstætisráðherra á morgun... og bjargir okkur út úr þeim ógöngum sem við erum í...
Ég er búinn að tala við Geir Haarde, Ingibjörgu og Alex Ferguson... þau eru sammála...
Brattur kýldu á þetta, farðu út og bjargaðu þjóðinni...
Næst þegar ég vissi af mér í draumnum var ég staddur í miklum hátíðarhöldum þar sem verið var að hylla mig fyrir að hafa komið íslensku þjóðinni úr öldudalnum og inn í góðærið hið nýja.
.
.
Ekki verið samið um neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 27.1.2009 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ingibjörg stendur sig vel
26.1.2009 | 19:49
Ég er einn af þeim sem hefur verið hundfúll út í Samfylkinguna fyrir þá linkind og langlundargeð sem hún hefur sýnt Sjálfsstæðisflokknum varðandi stjórnendur Seðlabankans.
Það hefur augljóslega haft mikil áhrif á gang mála, í kjölfar bankahrunsins ,hvað Ingibjörg Sólrún hefur þurft að vera mikið frá vegna veikinda.
En hún hefur sýnt það og ekki síst frá því að hún kom heim frá Svíþjóð á föstudaginn var, hversu gríðarlega sterkur leiðtogi hún er. Hún setti Sjálfsstæðisflokknum úrslitakosti (og þó fyrr hafi verið) um aðgerðir varðandi Seðlabankann sem þjóðin hefur verið að kalla á að verði gerðar.
Hún sér sviðið í stóru samhengi og vill stíga til hliðar, m.a. vegna veikinda sinna og hleypa öðrum að til að vinna þau verk sem bráðnauðsynlegt er að vinna.
Mér finnst Ingibjörg Sólrún koma mjög vel út úr öllum viðtölum og undrast það, þó það ætti svosem ekki að koma á óvart... hversu mikill kraftur er í henni eftir allt sem á undan er gengið í hennar lífi...
Ný ríkisstjórn í kortunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)