Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Blues á laugardagsmorgni

LEEOSKAR+NATURAL+BLUES

.

Ég vaknaði í morgun
eins og ég vaknaði í gær
og ef ég vakna aftur í fyrramálið
þá hef ég vaknað þrjá daga í röð

.

 F102391~Strummin-Blues-Posters

.


Lögmál Bratts

... var að koma úr baði... gerði nokkrar tilraunir á meðan... til að sannprófa ýmis lögmál...

Skrúfaði frá krananum... og viti menn vatnið féll niður... þyngdarlögmál Newtons... ok það virkaði...

.

 L--Rigo-Bath-tube-190003

.

Sneisafyllti baðið af vatni... horfði á 30 lítra af vatni renna út úr og á baðherbergisgólfið... þá vissi ég að ég var 30 kílóum léttari ofan í baðinu heldur en þegar ég stóð á gólfinu... lögmál Arkímedesar... ok

... svo tók ég tappann úr baðinu... og sá að ég rann ekki niður með vatninu... alltaf jafn heppinn hugsaði ég... lögmál Bratts...


Karlmannlegt

... alltaf tek ég mark á Halldóri yfirtuðara og stór bloggvini... hann vildi fá færslu frá mér sem grætti hann ekki... þá fór ég að spegulera í því hvað væri karlmannlegt og hvað ekki... 

 Af hverju er karlmannlegra að munda borvél og bora í vegg... heldur en að brjóta saman þvott???

Af hverju er karlmannlegra að grilla úti á sólpalli heldur en að steikja kleinur inni í eldhúsi???

Af hverju er karlmannlegra að drekka bjór og horfa á fótbolta heldur en að horfa á Spaugstofuna???

Af hverju er karlmannlegra að skafa bílrúðurnar heldur en að þvo stofugluggann???

.

 Picture%20024

.

Af hverju er karlmannlegra að veiða lax heldur en að smyrja nestið???

.

 Picture%20002

.

... bara svona að pæla....

  

Aftur

... rakst á þetta spakmæli... 

Það er ekki það að lesa sem er einhvers virði heldur að lesa það aftur -
J. L. Borges

Datt þá í hug ljóð sem ég hef birt áður... er ekki bara ágætt að lesa það aftur, kæru vinir...

Stjörnurnar mínar.

Um nóttina gengum við
út í niðdimmt myrkrið 
vissum ekkert hvert
við ætluðum
héldumst í hendur
og dáðumst að
stjörnunum

þær blikuðu á
dimmbláum himninum
eins og þær vildu
vísa okkur veginn

ég horfði í augun þín
stjörnurnar mínar

og var tilbúinn
að fylgja þér
á heimsenda
.

1108546645_CMyDocumentsStars 

.


Mælirinn

... einu sinni var saklaus mælir... hann var á gangi úti í sveit með nestið sitt og var ofboðslega hamingjusamur... hann var ekki hræddur við neitt, þó hann væri að hugsa um úlfinn sem át ömmu hennar Rauðhettu...

... hann settist í græna lautu og skoðaði í nestiskörfuna sína, allt góðgætið...

.

 picknick-korb-gefuellt

.

En aumingja mælinn grunaði ekki hvað var framundan... haldið þið að það komi ekki aðvífandi korn með fulla flösku af brennivíni... og hellir vin okkar, saklausa mælinn fullan...

... og hér er það.. kornið sem fyllti mælinn....

.

 corn

.

... finnst ykkur það ekki ljótt???

 


Engillinn

Ég lofaði Halldóri bloggvini mínum að skrifa eitthvað fallegt í dag....

... ekki get ég skrifað um veðrið, því það er ekki fallegt þessa dagana...

... ekki get ég skrifað um pólitíkina, því hún er aldrei falleg...

... og ekki get ég heldur skrifað um mig...

já... nú veit ég... hér kemur falleg saga...

Einu sinni var maður, sem fann hvíta fjöður sem var föst í peysu konu hans.
Maðurinn mælti:

... ég vissi að þú værir engill, yndið mitt...

... nei ástin mín... þessi fjöður datt af þér... svaraði fallega konan hans þá...

.

angel

.


Mér er ekki til setunnar boðið

... var að velta fyrir mér orðatiltækinu "mér er ekki til setunnar boðið"... getur verið að það sé einhver misskilningur í gangi með þetta???

... venjulega er maður að drífa sig þegar maður segir; mér er ekki til setunnar boðið... og svo er maður bara rokinn...

Ég held þetta þýði: Það er enginn sem bíður mér á klósettið hérna, ég verð því að fara eitthvert annað... og þess vegna er maður að flýta sér svona mikið á næsta klósett...

.

4964

.

 

... nei, bara svona að pæla...


Klemmukarlinn

Vignir Sigurpáll vinnur hjá Skattinum... í alla tíð hefur alltaf unnið maður hjá Skattinum sem heitir Vignir, hafið þið ekki tekið eftir þessu?

Vignir Sigurpáll, eða Viggi Palli eins og vinir hans kalla hann... er ofboðslega sérstakur náungi. Ég hef þó alltaf kunnað vel við hann og spjallað við hann þegar ég á erindi á Skattstofuna, eða þá að ég rekst á hann í heita pottinum.

En af hverju er ég að tala um Vigni Sigurpál, jú vinur okkar  er sjúkur í klemmur... ég veit ekki um nokkra aðra manneskju sem elskar klemmur eins og Viggi Palli gerir.

.
klemma

.

Hann á mörg þúsund klemmur af öllum gerðum; venjulegar tréklemmur, plastklemmur í öllum regnbogans litum og frá flestum heimsálfum. Vinir hans sem eru á ferðalögum kaupa oft handa honum poka af klemmum til að færa honum, því fátt gleður hann meira.

Vignir Sigurpáll þolir ekki þurrkara, þeir fara illa með þvottinn og eyðileggja þann möguleika að hengja þvottinn upp með klemmum. Þegar Viggi Palli þvær þvott... þá hengir hann hverja einustu flík upp með klemmum.

Hann notar gular klemmur á alla sokka, rauðar á skyrtur, svartar á buxur og bláar á naríurnar.
Handklæðin eru eingöngu hengd upp með tréklemmum.
Þegar hann hengir upp gardínurnar sínar, þá eru það silfraðar klemmur frá Puerto Rico sem eru notaðar.

Hann er með verkfærakassa í stöflum í þvottahúsinu þar sem hver tegund og litur er geymd í. Framan á verkfærakössunum er síðan mynd af tegundinni sem er í kassanum.

.

 2905137-lg

.

Viggi Palli á líka jólaklemmur. Hann hefur málað margar tréklemmur í rauðu og grænu, skreytt með glimmer og notar þær til að hengja upp jólakúlurnar.

Vignir Sigurpáll, hefur kynnt sér sögu klemmunnar og veit að það var Franz Von Klemmenbart sem bjó til fyrstu klemmuna...

Það er stór mynd af Franz Von Klemmenbart í þvottahúsinu hjá Vigni Sigurpáli.

.

 200px-Friedrich_I_of_Prussia

.

 


Þar skriplaði á skötu

... þar skriplaði á Skötu... sagði Hálfdán prestur þegar hann sundreið hesti sínum úti fyrir Eyjafirði forðum... hann var á leið í Múlann þar sem tröllskessur áttu heima... hann ætlaði að freista þess að bjarga bóndakonunni úr Málmey sem þær höfðu í haldi sínu...

... margir kannast við þessa þjóðsögu og vita þá líklega að ekki tókst Hálfdáni að bjarga konunni úr höndum tröllskessanna...

... hesturinn rann til á einhverju í sjónum, sem líklega var skata... og þá sagði Hálfdán þetta...

.

Hvanndalabjarg

.

... en það var ekki það sem ég ætlaði að tala um... ég var að spá í hvort nokkur maður notar þetta orðatiltæki í dag... held þetta hafi verið notað ef fólk rann til í hálku sem  dæmi, og þá hafi verið sagt... þar skriplaði á Skötu...

... þá er pælingin sú... að ef þetta orðatiltæki hrykki upp úr manni t.d. við ungling... héldi hann þá ekki að maðurinn talaði finnsku?

 


Maltextrakt

... eins og flestir vita er Maltölið allra meina bót... það stendur á dósinni...

... einu sinni gerðum ég og vinur minn tilraun... annar okkar drakk Maltöl heila kvöldstund og hinn bjór... um morguninn, daginn eftir, stilltum við okkur svo upp fyrir framar spegilinn til að sjá hvor okkar liti betur út... og hver haldið þið að hafi unnið?... ég eða hann hmmm... þið verðið náttúrulega fyrst að geta upp á því hvor drakk Maltið....

 

Það er vetur og það er kalt
poppið er gott en heldur salt
ég sé engar flugur út um allt

Nú verð ég að fá mér ískalt malt

.

egils_malt

.

Maltextrakt - Nærandi og styrkjandi, gefur hraustlegt og gott útlit -

 - Bætir meltinguna -

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband