Flibbahnappur

Mér finnst skrítið hvað lítið er gert úr flibbahnöppum í viðskiptum í dag.

Af hverju heyrir maður aldrei svona auglýsingar;

"Vorum að taka upp nýja sendingu af flibbahnöppum"

"Komdu elskunni þinni á óvart með glitrandi flibbahnapp á flibbahnappadaginn"

"Láttu flibbahnappana tala"

Ég á mjög lítið af flibbahnöppum og langar rosalega í svoleiðis í jólagjöf, helst þráðlausan.

En snúum okkur nú aftur að flibbahnappakvæðinu:

Nú er hún Gunna á nýju skónum,
nú eru að koma jól
Siggi er á síðum buxum,
Solla á bleikum kjól

Ég er alltaf í síðum buxum og í svörtum skóm með hvítum doppum en skil ekki af hverju Gunna og Siggi voru á skónum og á buxunum.

Minnir mig svolítið á manninn sem prumpaði á sig.
.

cartoon-bunny-rabbit

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Set sko ekki út á færsluna þína, nema síður væri.

En..... stundum eru menn á biðilsbuxunum (aðrir eru sko ekki á þeim buxunum)
og margir flinkir á dansskónum (setja þá á sig og komast í stuð)

Svo veit ég ekki alveg hvor ég er alveg að pissa í mig eða alveg að pissa á mig.... ef ég hlæ hömlulaust með litlum fyrirvara! 

Eygló, 17.12.2009 kl. 13:45

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Flippahnappar eru jafn órjúfanlegur hluti af jólunum og vanilluhringir, loftkökur, hangikjöt og grenigreinar.

Jón Halldór Guðmundsson, 17.12.2009 kl. 22:01

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Flibbahnappar átti þetta að vera.

Jón Halldór Guðmundsson, 17.12.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband