Tjaldur Hermannsson

Einu sinni var maður sem aldrei gat sagt neitt fallegt.

Hann kunni engin orð nema ljót. Þessi maður hét Tjaldur. Pabbi hans var hermaður sem enginn vissi hver var eða hét. Strákhvuttinn var því aldrei kallaður annað en Tjaldur Hermannsson.

Tjaldur var illa innrættur og illa upp alinn. Hann nærðist á því að tala illa um annað fólk.

Hann kallaði menn nöfnum eins og "Heimska ketti" "Þroskahefta" "Kommúnista" "Veiðiþjófa" "Lýðskrumara" "Beinasna"... konur kallaði hann aldrei annað en "Kerlingaálftir".

Hann var svo orðljótur að amma hans var hætt að bjóða honum í pönnukökur og súkkulaði og kallaði sú góða kona ekki allt ömmu sína.

En svo kom að því að Tjaldur dó. Og eins og með alla sem deyja, þá reyndi hann að komast inn í himnaríki.
Tjaldur bankaði heldur ruddalega á dyr himnaríkis. Lykla Pétur var á vaktinni og opnaði rifu á hliðið.
.

 RonDiCianni-HeavensDoor

.

Af hverju varstu svona lengi að opna kommatitturinn þinn, hreytti Tjaldur út úr sér.

Slappaðu nú aðeins af Tjaldur minn, svaraði Lykla Pétur og dæsti... slappa af, slappa af, hálf öskraði Tjaldur... ég er ekki kominn alla leið hingað til að slappa af heimski kötturinn þinn...

Þá byrsti Lykla Pétur sig og sagði; það voru 1 % líkur á því að þú ættir möguleika á því að komast inn í himnaríki þegar þú barðir að dyrum... nú hefur þú klúðrað því félagi Tjaldur... þú þarft því núna að ganga eftir stígnum þarna og beygja til hægri við Rökkurtréð... þá kemur þú á veg sem liggur beint til helvítis... og hypjaðu þig af stað...

Tjaldur gretti sig og hvæsti að Lykla Pétri... það er allt í lagi því í himnaríki eru eintómir helvítis vinstri menn... ég á þó von á að hitta félaga mína á hægri vængnum hjá kölska... segðu svo kerlingarálftinni honum Jesús að hann sé lýðskrumari og beinasni...

Með það var Tjaldur rokinn. Pétur hristi hausinn, lokaði dyrum himnaríkis á eftir sér og læsti.
.

 devil

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þetta var skemmtilegt. Ég næ samt ekki djúpri og dulmagnaðri merkingunni.

Jú, reyndar að hægri menn fari til helvítis. Það er ágætt. En það verður vissulega dálítið þurrprumplegt að tala við eintóma komma í himnaríki.

Ég fer reyndar beint til helvítis, svo þó ég sé nú dálítill kommi, þá verð ég settur með peningakörlunum. En ætli þeir tali nú ekki um eitthvað annað en golf og gengishagnað blessaðir, þegar þeir eru að sviðna á teini kölska.

Kristinn Theódórsson, 23.10.2009 kl. 20:28

2 Smámynd: Brattur

Sæll Kristinn... það er nú engin merking í þessari sögu hjá mér... þetta er nú bara lítil saga og algjör tilviljun að hægri mennirnir lentu í helvíti í henni... það hefðu allt eins geta verið þeir vinstri...

Brattur, 23.10.2009 kl. 23:30

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sæll og innilega til hamingju með afrek þín að undanförnu.  Finnst eiginlega að ég hefði nú mátt vera brúðarmey en kannski ykkur hafi ekki dottið í hug að hafa þannig tilstand.  Ég fann gleðina í hjartanu og tárin runnu (kallað gleðihræring) þegar ég sá myndirnar.

Mér datt í hug þegar ég las þessa sögu þína að nú væri komin skýring á orðbragði mínu (sem ég ræð illa við)  Ég bjó lengi á Tjaldhólum, ég er næstum viss um að Tjaldur þessi sem er í sögunni þinni er þaðan kominn.  Ég ætla virkilega að vanda mig framvegis, því það væri hin mesta raun að þurfa dúsa í neðra með hægri mönnum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.10.2009 kl. 08:49

4 Smámynd: Brattur

Takk fyrir Ingibjörg... það var nú aldeilis fín brúðarmeyja sem við höfðum, sú sem fékk súkkulaðið á sig forðum... erfitt að fara í fótsporin hennar...

Já, vertu bara kursteis við hann Lykla Pétur þegar að þar að kemur... hann er svo mislyndur og erfitt að vita í hvernig skapi hann er dag frá degi...

Brattur, 24.10.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband