Hvernig verða börnin til ?
13.10.2009 | 20:08
Einu sinni var maður sem hét Hans. Hann átti strigaskó. Sólarnir á skónum voru orðnir mjög slitnir og lítil göt farin að myndast á þá. Maðurinn ákvað því að fara með skóna til skósmiðs.
Á leiðinni til skósmiðsins gengur hann fram hjá skóbúð og sér rosalega fallega strigaskó í glugganum. Hann ákveður að fara inn og skoða þá nánar.
Afgreiðslustúlkan kemur með þá... mátaðu þessa númer fjörutíu og þrjú sagði hún... hann fór úr gömlu skónum og smeygði sér í þá nýju... þeir smellpössuðu. Hvað kosta þeir; spurði hann... sautján þúsund og fimmhundruð... svaraði afgreiðslustúlkan...
Nei takk, sagði hann... of dýrir fyrir mig. Um leið og hann segir það gengur eigandi verslunarinnar framhjá... hávaxinn maður með yfirvaraskegg... leit út eins og ljóðskáld sem aldrei hafði samið neitt að viti...
Þú færð þá á fjórtán og níu sagði hann og brosti... þessir skór voru framleiddir fyrir þig og eru að biðja um að fá að þjóna þér... ja, ég veit ekki sagði Hans... nei þú veist ekki, greip eigandinn fram í... en skórnir vita hvað þeir vilja...
Hans rótaði í veskinu sínu... ég er bara með þrettán þúsund kall á mér... OK sagði eigandinn... díll...
Hann tók gömlu skóna af Hans og henti þeim í ruslakörfu... Hans horfði á eftir þeim með eftirsjá... klæddi sig í nýju skóna og reimaði...
.
.
Afgreiðslustúlkan sem hafði fylgst með allan tímann rétti út höndina... Hans heilsaði henni...
Þetta voru nú ekki svo stór viðskipti að við þurfum að innsigla þau með handabandi, sagði hún og hló... ég var bara að biðja þig um að rétta mér þrettán þúsund krónurnar... Hans roðnaði og brosti kjánalega... svo sagði hann alveg óvart... viltu koma með mér í bíó í kvöld ? Honum fannst það ekki vera hann sem sagði þetta... það var einhver annar sem talaði í gengum hann.
Þú segir nokkuð, svaraði afgreiðslustúlkan... þessu hef ég nú aldrei lent í áður... jú... veistu hvað ég er bara alveg til í það...
Svona er sagan af því þegar hann Hans eignaðist skóbúð.
Hann giftist nefnilega afgreiðslustúlkunni sem var einmitt dóttir eigandans og eignaðist með henni fimm börn.
Þetta var sagan af því hvernig börnin verða til.
Athugasemdir
Þetta var skemmtilega vel sögð saga.
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.10.2009 kl. 23:42
Þetta er bráðsniðug saga Brattur. Er einhver leið að fá sögu um hvernig þjóðargjaldþrot verður til?
Halldór Egill Guðnason, 14.10.2009 kl. 00:49
takk Brattur. Ég er búin að velta þessu svo lengi fyrir mér.....
....en, hvar eru þá mínar tvær skóbúðir?
Hrönn Sigurðardóttir, 14.10.2009 kl. 21:54
Takk fyrir innlitið gott fólk.
Halldór... ég skoða þetta með þjóðargjaldþrotið... set það í stóru hakkavélina...
Hrönn... þetta gæti líka verið skóverkstæði...
Sko, til að útskýra mig aðeins betur þá er þetta líka sagan um það hvað lítið atvik getur orðið að U beygju í lífi hver og eins... já, sko... eða þannig...
Brattur, 14.10.2009 kl. 22:06
Sá svona vinkil í myndinni "The Curious Case Of Benjamin Button". Leigubílstjórinn sem fékk sér kaffi af því að konan sem hann beið eftir gleymdi einhverju á leiðinni niður stigann og tafðist. Fyrir þá sök fann Benjamin ástina.
Halldór Egill Guðnason, 15.10.2009 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.