Dýrasta sjoppan
22.8.2009 | 10:03
Það er töluvert síðan ég heyrði af þessu með 1998 ehf.
Mér skilst að þetta lán, 30 milljarðar, hafi verið tekið rétt fyrir bankahrun og með einum gjalddaga sem samkvæmt fréttinni er árið 2010.
Ég held að það sé nokkuð ljóst að þegar kemur að þessum gjalddaga þá muni draga til tíðinda varðandi verslanir Haga eða 1998 ehf. því erfitt getur verið fyrir þá að greiða þessa 30 milljarða.
Það er merkilegt að forstjóri Haga skuli ekki kannast við að 1998 ehf. hafi keypt 95,7% í Högum. Já eiginlega alveg stórmerkilegt.
Hver einasta fjölskylda í landinu er nú að fá í hausinn með bakreikningi Jóns Ásgeirs milljarða skuldir sem þær þurfa að borga af á næstu árum.
Ef að þær skuldir eru lagðar ofan á vöruverð í Bónus þá er sú verslun orðin dýrasta sjoppan í landinu.
.
.
Hagar í gjörgæslu Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og ég spyr mig á hverjum degi,
AF HVERJU ER FÓLK, ENN AÐ VERSLA VIÐ BÓNUS !
Hættið að fóðra svínin !
BTG (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 10:14
Segjum nei við Svínaflensunni !
Sandhóla Pétur (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:01
Það er óskandi að þessir d...sokkar fái að fara yfirum eins og litli maðurinn er látinn fara vegna smáskulda sem hann getur ekki greitt.
Hvort að verslunirnar koma til með að heita Bónus, Tjónus eða eitthvað annað, þá er engin hætta á öðru að hvernig sem fyrirtækinu verður skipt upp, að þá komi upp í heilbriggðu samkeppnisumhverfi mun betri verslanir með lægri verð.
Fyrirtæki Haga (Baugs) sem hefur einhver 70% markaðshlutdeild á höfuðborgarsvæðinu á dagvörumarkaði, og 60% landsvísu, stjórnar verðlaginu hjá samkeppnisaðilum eins og því hentar og getur haldið því eins háu og þeim sýnist.
Þeir eru líka með enn hærri markaðshlutdeild sem byrgjar.
Við skulum ekki gleyma að í árdaga Bónusveldisins, þá hríndi Jóhannes aðalgrís ógurlega í fjölmiðlum, vegna hversu ósanngjörn samkeppnisstaða hans væri gagnvart Hagkaupum, vegna 11% markaðshlutdeildar "stórveldisins" sem hann kallaði "tilræði við þjóðina".
Farið hefur fé betra.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.