Hefjum Lóuveiðar strax !
19.6.2009 | 12:08
Ég held við ættum líka að huga að öðrum dýrum sem eru að éta frá okkur matinn og trufla okkur mannfólkið á allan hátt.
Lóan er mesti skaðræðisgripur og hljóðmengunarvaldur.
Hver kannast ekki við það að vera staddur úti í náttúrunni í blankalogni og sól... þögnin er yndisleg... en allt í einu rífur skaðræðis dirrindí dirrindí þögnina og bókstaflega ærir mann.
Lóan étur síðan fleiri hundruð tonn á ári af allskonar flugum og pöddum sem silungurinn í ánum hefði annars étið. Við veiðum minna af silungi og þurfum því að kaupa meira af pizzum.
Bleikjustofninn í ánum er að hrynja samkvæmt nýjustu fréttum.
Við verðum því að hefja Lóuveiðar strax á morgun annars endar þetta með að hún étur okkur út á gaddinn.
Ég er virkilega orðinn langreiður út í þessa Lóu.
.
.
Fyrstu langreyðarnar í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bætum Spóanum við á meindýralistann.
Finnur Bárðarson, 19.6.2009 kl. 14:26
Ekki minnast a Spóann ógrátandi... hvernig hljómar þessi fyrirsögn:
Fyrstu Spóarnir dregnir í hús í dag !
Brattur, 19.6.2009 kl. 16:19
Brjánn Guðjónsson, 19.6.2009 kl. 17:01
Og svo er þetta innflutningur á ólöglegu kjöti!!! Ekkert innflutningsleyfi, eða sótthreinsileyfi eða neitt annað leyfi... Þetta... PAKK ... bara flýgur inn í landið án þess að kaupa flugmiða hjá ríkisflugfélaginu okkar .... og leyfir sér svo að DIRRINDÍAST hægri vinstr!
Svo er ekki einu sinni almennilegt kjöt á þessum Lóum... Varla hægt að stífa þær úr hnefa!
Einar Indriðason, 19.6.2009 kl. 17:29
það er nákvæmlega 127 gr af kjöti á hverri lóu.. allavega sunnanlands þar sem þær lifa í allsnæktum.. veit ekki um þær sem snöfla fyrir norðan og vestan...
Óskar Þorkelsson, 19.6.2009 kl. 21:24
Lóur eru enda einn fínn matarbiti...
(Nú, jæja þá, tveir bitar fyrir zmámynnt zmámenni)!
Steingrímur Helgason, 19.6.2009 kl. 23:44
Heyr, heyr.
Jón Halldór Guðmundsson, 20.6.2009 kl. 13:10
Við gætum allavega skapað gjaldeyristekjur með útflutningi á lóukjöti. Frakkinn er vitlaus í spörfugla. Man ekki eftir neinu landi sem er að kaupa hval.
Villi Asgeirsson, 20.6.2009 kl. 13:57
Færum bara í vöruskiptaviðskipti við Frakkana... spörfugla út... eðalvín inn... ekki slæm skipti...
Brattur, 20.6.2009 kl. 17:03
Blessaður Brattur, ertu langreiður, ég verð stundum steypireiður, en aldrei langreiður.
Gott að þú ert farinn að blogga um annað en fótbolta.
kop, 22.6.2009 kl. 05:11
Það er mikið af feitum og pattaralegum Lóum í kirkjugarðinum í Gufunesi svo eru rjúpur þar á veturna og hrafnar allt árið.Nóg að éta í Grafarvogi
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 15:18
Heilsteiktur Langreyður með kvikasilfur fyllingu og borinn fram í þorskalýsi. Namm. Útlendingar bíða eftir þessu lostæti.
Finnur Bárðarson, 22.6.2009 kl. 15:22
Kvikasilfurs fyllingin hefur aldrei klikkað... hún virkar svo vel á heiladingulinn líka...
Brattur, 22.6.2009 kl. 20:34
en hví skyldi lóan vera friðuð? varla er hún í útrýmingarhættu.
er það bara ekki af sömu ástæðum og hvarfriðunarsinnar vilja friða hvali.
svo sæt og dúlluleg?
Brjánn Guðjónsson, 22.6.2009 kl. 22:01
Nei, það er vegna þess að um hana var samið;
Lóan er komin að kveða burt snjóinn, kveða burt leiðindin það getur hún...
Þetta hér hefur aldrei verið samið :
Hvalurinn er kominn að drekka allan sjóinn og þá deyja allir litlu fiskarnir...
Brattur, 22.6.2009 kl. 22:39
Kveða burt leiðindin? Sennilega enginn fugl á Íslandi sem hefur skapað meiri leiðindi. Sá sem orti þetta var án efa snillingur í öfugmælavísum, enda er ég handviss um að hann var oftlega truflaður af henni til heiða.. Hef bæði étið og skotið lóu og fannst það svosem ekkert verra en hvað annað. Hefur annars einhver heyrt í silungi eða laxi? Held ekki, en báðir eru gullfallegir að sjá og enn skemmtilegri að eiga við með litla flugu og eina sex feta, flottaum og 10 punda línu. Hvalur.....? Hann er bara dulítið stærri. Það er eini munurinn. Mæli hins vegar með innflutningi á rauðvíni við hvert tækifæri, óháð því hvað þarf að drepa í staðinn. Rauðvín er jú alltaf rauðvín, sama hvar glasið gleymdist.
Halldór Egill Guðnason, 24.6.2009 kl. 03:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.