Vont en það venst !

Þetta finnst mér nú bara hræsni í Framsókn og Borgaraflokknum. Halda líklega að þeir geti unnið nokkur % í vinsældum með svona tillögu.

Það er aðeins ein fær leið í Icesave málinu og hún er sú að samþykkja samninginn. Við verðum að borga skuldir "okkar" þó þær séu í raun ekki okkar heldur fáeinna auðmanna. Það er súrt í broti að þurfa að gera þetta svona en örugglega skárra en það sem mun  gerast ef við borgum ekki þessar skuldir.

Hrunið mun einnig fyrst hefjast ef Icesave samningurinn verður felldur. Við fáum ekki frekara lán frá AGS og ekki frá Norðurlöndum.

Eignir okkar verða teknar upp í skuldir hvar sem í þær mun nást og við hættum að geta flutt inn vörur... förum bara að éta sel, hval og hrossakjöt... með njólauppstúf...

Verði okkur að góðu !
.

 Njli_Hildur

.

 


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Semsagt verðum KÚGUÐ til ap borga eitthvað sem eigum ekki að borga !

Minni þig á VIÐ fengum EKKERT lánað frá þessum löndum ! Ekki pund né evru !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 18:55

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er hægt að semja upp á nýtt... það er ekkert verra en það Brattur.

Óskar Þorkelsson, 26.6.2009 kl. 18:56

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hárrétt hjá þér Brattur... Við erum í mjög knappari stöðu. Mér finnst ótrúlegt hvað fólk er óraunsætt hvað þetta mál varðar og grípur í til gífuryrða í stað þess að skoða málið af svellkaldri yfirvegun. Ég held að málið sé þannig að við erum upp á náð og miskun alþjóðarsamfélagsins komin og ég spyr eins og þú.

Ef ekki.... hvað gerist þá ?  

Brynjar Jóhannsson, 26.6.2009 kl. 19:10

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við verðum skuldugasta þjóð í heimi ef við tökum að okkur allar þessar Icesave skuldir og því er tómt mál að tala um að taka meiri lán.  Við þurfum ekki að taka meiri lán við þurfum að fara að borga lán.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 19:59

5 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ef þessi samningur verður felldur í Alþingi, þá verður bara lagst aftur við samningaborðið við Breta og Hollendinga og samið uppá nýtt þangað til fáum samning sem hægt er að sætta sig við.

Ef eignir landsbankans eiga að ganga uppí þessa skuld af hverju er þá ekki bara hægt að afhenda þeim þessar eignir og ef það er bara áætlað að 70-80% af eignasafninu sem ná uppí upphæðina þá fáum við lánað hjá þeim til að borga mismuninn á einhverjum almennilegum kjörum sem fara ekki með landið á hausinn.

Jóhannes H. Laxdal, 26.6.2009 kl. 20:03

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fjölmiðlar og eigendur þeirra, sem jafnframt eru einir helstu gerendur í hruninu mata okkur á hverjum degi með fulltingi málpípa sinna á þingi um að við verðum að borga. Ég vil frekar éta bjúgu með njólauppstúvi en láta fara svona með mig. Með því að samþykkja að borga erum við að samþykkja það að við séum ÖLL meðsek landráðamönnunum. Það er ekki flóknara en það og það mun fyrr frjósa í Helvíti´, en að ég sætti mig við það.

Halldór Egill Guðnason, 27.6.2009 kl. 00:49

7 Smámynd: Brattur

Takk fyrir innlitið og kommetin... málið er frá mínum bæjardyrum séð að við, þjóðin, berum ábyrgð á þessum skuldum... það finnst mér helvíti fúlt... ekki skrifaði ég upp á ábyrgð fyrir Jón Ásgeir, Pálma Haraldsson, Ólaf Ólafsson, Björgólfsfeðga, Hannes Smárason o.fl. o.fl.  Þetta er eins og að þurfa að borga lán nágrannans sem þú vissir ekki einu sinni að væri til...

En við virðumst því miður bara vera í þeirri stöðu að þurfa að borga þessar skuldir... og enn og aftur þá finnst mér það rosalega fúlt...

Staðan gæti hinsvegar orðið ennþá verri ef við gerum það ekki...

Við þurfum hinsvegar að ná í rassgatið á þessum útrásarvíkingum og taka af þeim allar eigur og peninga og láta þá borga sínar eigin skuldir... það vona ég að verði gert mjög fljótlega og hefði í raun átt að vera búið að gera fyrir löngu síðan..

Síðan skora ég á ykkur að láta þá finna fyrir reiði okkar og óánægju með því t.d. að hætta að versla hjá þessum mönnum í Bónus / Hagkaup / 10-11 og öllum druslubúðunum þeirra...

Brattur, 27.6.2009 kl. 12:09

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jóhannes, bjartsýni þín þekkir engin takmörk:

Ef þessi samningur verður felldur í Alþingi, þá verður bara lagst aftur við samningaborðið við Breta og Hollendinga og samið uppá nýtt þangað til fáum samning sem hægt er að sætta sig við.

ísland er gersigruð þjóð, hún setur engin skilyrði. Þannig er bara staðreynd málsins. Það er litið á okkur sem glæpaþjóð og stórveldi semja ekki við glæpona.

Finnur Bárðarson, 27.6.2009 kl. 12:11

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eins og fram kemur í bréaskrifum sem koma fram í pistli Láru Hönnu, segja hollendingar að ekki verði endursamið.

samkvæmt lögum ESB/EES átti að halda tryggingasjóð innlána samkvæmt settum reglum og ríkið, eða stofnanir þess, skyldi hafa eftirlit með honum.

jú, sjóðurinn var og er til en eftirlitsstofnanir ríkisins brugðust. þess vegna ber ríkið ábyrgð á að sjóðurinn skuli ekki geta staðið við það sem honum ber.

Brjánn Guðjónsson, 28.6.2009 kl. 04:05

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sæll Brattur - ég hlustaði á "Vikulokin" í gær á gufunni og fékk þar loksins nægjanlega útskýringu á þessu máli ásamt öðrum um smningaleiðir íslenska ríkisins. Hvet alla til að smella sér á þáttinn inn á RUV og hlusta. Þar eru Kristrún Heimisdóttir sem kom fyrst að þessu sem aðstoðamaður utanríkisráðherra, Tryggvi Þór Herbertsson sem sat í einhverri samninganefnd minnir mig og Huginn (man ekki hvers son) sem hefur komið að þessu sem embættismaður ríkisins.

Stórmerkilegur þáttur og svarar í raun öllum spurningum okkar um þær vangaveltur sem átt hafa sér stað í mínum kolli og efalaust fleirum.

Edda Agnarsdóttir, 28.6.2009 kl. 08:54

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég ~Franklína~ zkoðun þína, en er henni náttla gjörózammála.

"Komi það sem koma skal, verði einz & verða skal ..."

En ég er ekki þezzir ~við þjóðin~ frekar en þú, vænztur, & tek ekki upp á því á gölnum miðaldri að lúffa hljóðalauzt fyrir lyddum & læmíngjum sem vilja zkuldzetja börnin mín með veði í auðlindum landzins mínz.

Vona þú virðir mína afztöðu...

Steingrímur Helgason, 28.6.2009 kl. 23:39

12 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Eins og talað út úr mínum munni. Girðum okkur í brók, hættum að stinga hausnum í sandinn og tökumst á við vandann, 

Þetta er vont og mun versna, en lagast aldrei ef við tökum okkur ekki á.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.6.2009 kl. 01:24

13 Smámynd: Brattur

Steingrímur... ég virði þína afstöðu... en er ekki sammála því að við séum að lúffa fyrir einum eða neinum... ef maður er kýldur niður af ókunnugum á förum vegi, blásaklaus, þá er maður ekkert að lúffa þó maður reyni að standa upp aftur...

Brattur, 29.6.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband