Bagarnir - seinni hluti -
4.5.2009 | 23:55
Eftir að leiðangursmennirnir sem voru níu talsins höfðu kvatt fjölskyldur sínar héldu þeir af stað út í óvissuna.
Þeir gengu inn í skóginn í þá átt þar sem dalurinn opnaðist. Þangað höfðu þeir aldrei komið.
Á leiðinni spjölluðu þeir saman. Tu sagði einn, Tu er svangur... er Tu svangur hváði sá næsti?
Tu tókstu með þér banana? Nei, en Tu? Nei engan banana, ekkert nesti?
Svona spurðu þeir hvor annan Tu mangó? Tu vínber? Tu epli? Tu grape?
En enginn þeirra hafði munað eftir að taka með sér nesti.
Nú voru þeir allir orðnir svangir. Þeir ákváðu því að skipta hópnum, dreifðu sér um talsvert svæði og hófu að leita sér matar.
Eftir smá stund hrópaði einn upp; Tu komdu! Með það sama komu allir Bagararnir hlaupandi.
Af hverju komið þið allir sagði þá sá sem kallað hafði... nú þú sagðir Tu svöruðu þeir einum rómi. Þetta er Bagalegt, þið komið allir þegar ég vildi bara fá einn. Það er af því að við heitum allir Tu.
Hvað getum við gert í þessu, muldraði hópurinn... og svo hugsuðu þeir og hugsuðu. Ég veit, sagði einn loksins. Við þurfum ekki allir að heita Tu. Við getum allir heitið eitthvað annað. Þá er hægt að kalla nafnið hans og þá kemur bara sá sem kallað var á, bætti hann við. Murr murr... kurraði hópurinn og var sáttur.
Mikill tími hafði farið í þessa umræðu. Maturinn kom ekki af sjálfu sér á meðan. Þeir ákváðu því að fara aftur heim í dalinn sinn, því þar var nóg að borða.
Þeim var fagnað með hrópum og köllum þegar þeir gengu í halarófu inn í þorpið. Þeir brostu allir út að eyrum þeir Nu og Su og Ru og Bu og Hu og Lu og Gu og Vu og Pu.
.
Athugasemdir
Snjallt. Andrés og Andrésína hafa beitt sömu hugmyndafræði, þegar þau skírðu þá bræður. Rip Rap og Rup. Kannski höfðu þau heyrt af Bagaflokknum.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.5.2009 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.