Ö er ekkert bööööö!

Formaður ÖND-VEGIS-FLOKKSINS er ekkert sérlega morgunhress og ætlar því ekki að kjósa fyrr en eftir hádegið.

Vil hinsvega ávarpa ykkur kjósendur góðir og biðja ykkur að leiða hugann að stefnumálum Ö flokksins áður en þið setjið X-ið á kjÖÖÖrseðilinn.

ÖND-VEGIS-FLOKKURINN hefur mikla sérstöðu í íslenskri pólitík. Meðan aðrir flokkar rífast um álver eða ekki álver... ESB eða ekki ESB, þá er Ö flokkurinn með einu lausnina sem getur bjargað okkur úr ógöngunum... kynnið ykkur stefnummál Ö flokksins HÉR.

Kæri kjósandi! Mundu það þegar þú heldur á blýantinum í kjörklefanum í dag að...

Ö er ekkert Bööööööööööööööööööööööööö

Guð blessi Ísland!

Brattsjónallinn.

Fram ööööðlingar í ótal lööööööndum

sem ástundiðá kvöldin karate

nú Brattur safnar saman bröööööndum

boðar kaffi og jurtate

Dabbahyski við hendum í sjóinn

hrööööökvum aldrei í kút

við áttum lóur en hann át þær kjóinn

einsog að þamba ööööööl af stút.

 

Þó að mööööörgæsin sé mööööögur

við möööööölvum Geirinn í dag

því Brattsýnin er fööööögur

og fóðurblanda allra í Haag.

 

 

HÖf.: Guðni Már
.

 uk-penguin2

.

 


mbl.is Bjarni Ben kaus fyrstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Guð blessi ÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖndvegisflokkinn!:

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.4.2009 kl. 12:29

2 Smámynd: kop

Ég er löngu búinn að kjósa, fann ekki Ö á kjörseðlimum, svo ég tók þann staf sem líkist mest, semsagt O.

Hitt allt er líka sama gamla draslið.

Í dag er ég mest að spá í boltann, held ennþá í vonina.

kop, 25.4.2009 kl. 12:32

3 Smámynd: Brattur

Kop... O er bara góður stafur... varðandi boltann þá er gott að halda í vonina... þetta er ekki búið fyrr en feita konan syngur...

Mínir menn eru klaufar ef þeir landa þessu ekki en hver leikur nú er sem bikarleikur... menn mega ekkert misstíga sig... United á mjög erfiðan leik í dag meðan Liverpool spilar við lið sem þeir ættu að fara létt með...

Brattur, 25.4.2009 kl. 12:39

4 Smámynd: kop

Já, ég hengi hatt minn (þó ég eigi engann) á klaufaskap þinna manna, en veit alveg að það er hæpið að þeir séu svo miklir klaufar.

kop, 25.4.2009 kl. 12:50

5 Smámynd: Brattur

Þeir eiga erfiða leiki eftir eins og t.d. Tottenham í dag... Man. City og Arsenal... en með hverjum sigrinum sem þeir innbyrða, þeim mun líklegri eru þeir að hampa titlinum...

Brattur, 25.4.2009 kl. 13:40

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kop.

Þú hengir hatt sem þú átt ekki á klaufaskap sem er ekki.    Góður.

Anna Einarsdóttir, 25.4.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband