Nú skipta öll stigin máli.
11.4.2009 | 11:44
Auðvitað vinnur Liverpool Blackburn... hvað annað... og verða þá í fyrsta sæti í klukkutíma eða svo...
Ég vil endilega halda spennunni í mótinu og að Liverpool vinni þennan leik svo fjölmargir Liverpool vinir mínir eigi góðan dag. Get ekki hugsað mér að þeir fari sorgmæddir í rúmið í kvöld.
Góðar Páskakveðjur til allra Liverpoolara... líka Guðjóns
Aðalleikurinn í dag er svo viðureign Sunderland og Manchester United... Rio verður ekki með, það er skarð fyrir skildi... annars verða 11 menn í báðum liðum... svo ekkert nema sigur kemur til greina... það eru fáir leikir eftir og 3 stig verða að nást úr hverjum leik.
Annars skil ég ekki hvað Benitez (Houllier í dulargervi) er allaf að skjóta á Ferguson eins og fyrir Evrópuleikinn í síðustu viku, þá gat hann ekki setið á sér að tala um Sir Alex Ferguson.
Sir Alex svaraði þessu með sínum skemmtilega húmor;
"The interesting thing as far as Rafa Benitez is concerned is that he has got a European tie coming up and he is talking about Alex Ferguson,"
Ég vissi ekki að ég væri svona mikilvægur fyrir Liverpool, bæti Sir Alex svo við....
.
.
Kemst Liverpool í toppsætið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Benitez og fl. LFC mönnum er svo svo umhugað um okkur Man Utd að þeir geta ekki einbeitt sér að neinu öðru liði. Enda eru þeir svo sárir út í okkur því þeir hafa ekki unnið úrvalsdeildinna.:D
Ragnar Martens, 11.4.2009 kl. 13:22
Líklega þess vegna sem þessi færsla Manchester-manns fjallar nánast einungis um LIVERPOOL.
Páll Geir Bjarnason, 11.4.2009 kl. 18:57
Tímarnir voru nú tveir, en takk fyrir hlý orð í okkar garð.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.4.2009 kl. 20:55
Páll
Ég veit ekki hvaða hug Brattur hefur til LFC en ég hef ekki reynt að fela minn hug hvað þá þræta fyrir hann. Ég er mjög upptekin af gengi og spilamensku LFC. Þegar ílla gengur þá geri ég sem mest úr því. Sem er æði oft. þegar vel gengur þá geri ég lítið úr því. sem er sjaldan.
Ragnar Martens, 11.4.2009 kl. 21:39
Fréttin er samt um Ferge og Benitez. Ekki Brattann
Ragnar Martens, 11.4.2009 kl. 21:40
Páll Geir, ég er United maður, á fullt af vinum og kunningjum sem eru Liverpoolara... við tökumst létt á um boltann svona eftir helgarnar... allt í góðu samt... ég sakna þess að Liverpool skuli ekki hafa blandað sér betur í Englandsmeistarabaráttuna síðustu árin... miklu skemmtilegri viðureignir milli United og Liverpool heldur en nokkurra annara liða... svo er You'll never walk alone bara ansi gott lag...
Brattur, 11.4.2009 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.