Helvíti

Vona að Hermann og félagar haldi sér uppi. Áfram Hermann!

Var að hugsa um allskonar hugtök sem tengjast verkfærum og notuð eru í boltanum.

Vidic kastaði sér fram fyrir Carragher og hamraði boltann í netið.

Rooney negldi boltann í stöng og inn án þess að Almunia kæmi vörnum við.

Ronaldo skrúfaði boltann snyrtilega inn fyrir varnarmenn Arsenal.

Aldrei er sagt; Hann sagaði boltann, enda væri leik sjálfhætt ef það yrði gert.

Svo er talað um útherja... var aldrei talað um innherja í fótboltanum? 

Þá er ég með nýstárlega hugmynd; það gætu verið tvær tegundir af víti í fótboltanum.

Bara víti eins og við þekkjum það í dag sem þá er dæmt fyrir væg brot innan vítateigs, s.s. hendi. En svo yrði önnur tegund, helvíti, sem dæmt yrði á grófari brot. Helvíti yrði þá helmingi nær markinu og dómarinn yrði settur í markið. Hvernig líst ykkur á? 

Og svo að lokum ein af mínum uppáhaldssetningum:

Hann var góður eftir að hann kom inn á. (það er eiginlega ekki hægt að vera góður ef maður er ekki inn á, huh)
.

Soccer%20Player

.

Brattur,  góður eftir að hann kemur inn á.

 


mbl.is Hermann: Fell ekki í fimmta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru reyndar athyglisverðar hugmyndir varðandi víti, sem yrði þá væntanlega kallað helvítisspyrna.  Ég get líka lofað þér því að þær eru ekki þær vitlausustu sem maður hefur heyrt. 

Varðandi útherja og innherja, þá var það reyndar þannig að ákveðnir leikmenn voru kallaðir innherjar í gamla daga.  Mig minnir að þetta séu þeir sem eru kallaðir tengiliðir í dag, eða bara miðjumenn, og þá heldur marksæknir frekar en varnarsinnaðir ...

Ómi (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 10:56

2 Smámynd: Ólafur Gíslason

"Gerard reyndi lélegt skot"  og "Torres skaut hárnákvæmt framhjá"

Ólafur Gíslason, 10.4.2009 kl. 13:12

3 Smámynd: Brattur

Ómi, já eitthvað rámar mig í að "innherjar" hafi einmitt verið tengliðir... en nú eru það bara vafasamir fjármálamenn...

 Akkúrat Ólafur, Akkúrat...

Brattur, 10.4.2009 kl. 14:46

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Gísli.

Í Sjálfstæðisflokknum eru innherjar kallaðir kjörnir og útherjar kallaðir óbreyttir.

Kv/ Jenni

Jens Sigurjónsson, 10.4.2009 kl. 15:40

5 Smámynd: Brattur

Takk fyrir þetta Jens... útherjar eru það þá þeir sem sækja styrkina fyrir þá?

Og innherjar eyða þeim þá væntanlega...

Brattur, 10.4.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband