Fjarskyldi frændi minn

Hann fjarskyldi frændi minn hefði átt að verða lögfræðingur.

Hann var um daginn að tala um sumarbústaðinn sinn við vatnið. Öðru megin við hann var ágætis nágranni, en hinu megin var leiðindaskarfur, eins og frændi minn komst að orði.

Já, sagði fjarskyldi frændi minn. Þessi nágranni er alltaf með vesen. Hvaða vesen er á þessum nágranna þínum, spurði ég.

Ég byggði mér bátaskýli í fyrra og nágranninn kvartar stöðugt undan því að ég hafi tekið af honum útsýnið.

Og hverju svaraðir þú frændi?

Ég sagði honum bara að það væri ekki mitt að útvega honum útsýni!
.

Lawyer_with_book

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband