Heiglar
24.3.2009 | 19:49
Nú skulum við snúa okkur að íslenskunni.
Flestir kannast við orðtækið "Það er ekki heiglum hent"
Á ég að segja ykkur hvaðan það er upprunnið?
Jú það er þannig að á lítilli eyju sem heitir Marabara býr fólk sem hefur rosalega gaman af því að henda öllum sköpuðum hlutum.
Það tekur bara allt lauslegt og hendir því í ruslið eða bara út í buskann. Þess vegna er ekkert lauslegt til á Marabara, engir kettir og engir hundar.
Þó er það eitt sem má alls ekki henda á Marabara, en það eru Heiglar. Og hvað eru eiginlega heiglar, kunnið þið að spyrja. Heiglar eru litlir álfar sem búa á Marabara. Þeir búa við lækjarbakka og eru alltaf sprækir og skemmtilegir. Þeir eru heilagir eins og kýrnar á Indlandi.
Fólk trúir því að ef Heilglum er hent, þá muni Marabara sökkva í sæ.
Á heimilum okkar á Íslandi erum við með "Drottinn blessi heimilið" upp á vegg í fallegum ramma.
Á Marabara eru þeir með innrammað upp á veggjum í öllum herbergjum.
"Það er ekki Heiglum hent"
.
.
Athugasemdir
Á mínu heimili er engu hent nema þá helst sorpi. Eina sem mig vantar er fallega útsaumuð mynd sem biður Drottin að blessa heimilisð. Athugandi að auglýsa eftir þannig mynd, kannski að Heiglarnir geti fundið eina slíka.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.3.2009 kl. 07:29
Góð saga atarna!
Hrönn Sigurðardóttir, 25.3.2009 kl. 09:08
Hann er rauðeygður þessi heigull, sér hann rautt, er hann fúll eða er hann bara í ham?
Má henda gaman að heiglum, eða hafa gaman af þeim?
Hendir maður kannski gamni að þeim, sem þeir geta haft gaman af.
kop, 25.3.2009 kl. 15:29
Það getur verið að hann sé bæði fúll og í ham... það má aldeilis henda gaman að slíkum heiglum... þeim finnst það bara skemmtilegt...
Brattur, 25.3.2009 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.