Ávaxtaorðin

... ég er sérstakur áhugamaður um grænmeti og ávexti... borða kannski aldrei nóg af þessum holla mat en finnst eiginlega allt gott í þessum flokki... kannski ekki greipið... og kartöflurnar verða að breytast í mús svo mér líki við þær...

... við notum talsvert af orðum úr ávaxta- og grænmetisheiminum í venjulegum samræðum, rituðu máli o.s.frv.

Hún kálaði honum. Af hverju ekki; Hún Icebergaði hann... eða hún blómkálaði honum...
.

 vegetable-comp-32

.

Sjáðu litla barnið... rosaleg rúsína er hún (held þetta sé aðallega sagt um stúlkubörn, ég var a.m.k. aldrei kallaður rúsína á smábarnaárum mínum)
Af hverju segum við ekki... sjáðu litla barnið... rosaleg plóma er hún...

Hann er með svakalegt kartöflunef... við segjum ekki; Hann er með svakalegt  papriku nef...

Hann er alveg á perunni...  en ekki; hann er alveg á ananasnum.
.

 ananas2

.

Laukur ættarinnar... en ekki; kúrbítur ættarinnar... (nema að það sé hundur)

Hún er með eplakinnar... en ekki; hún er með kiwikinnar... (nema hún hafi gleymt að raka sig)

Gúrkutíð... en ekki radísutíð

Brattur kveður með bananasplitti og biður ykkur að tala fallega í ávaxtatorgum.
.

BananaBoy
.

P.S. hvernig veit agúrkan að hún er ekki ávöxtur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kop

Svo eru íbúar í einu landi, sem kalla sig sama nafni og ávöxtur. Veistu hverjir það eru?

Já, og svo er talað um bananalýðveldi, afhverju ekki mandarínulýðveldi?

kop, 29.3.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Brattur

Ja... Kop þú segir það... Strawberry Fields forever...

Danir eru kallaðir "Baunar" en nota það varla um sjálfa sig...

í Hollywood gætu íbúarnir verið Stjörnuávextir... hmm... ég verð að skoða þetta betur...

Brattur, 29.3.2009 kl. 12:52

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sem starfsmaður í ávaxtatorgi giska ég á Cantalopa, Kop.

Og ef maður er ekki sérlega nákvæmur gæti það verið Perúmaður. 

Anna Einarsdóttir, 29.3.2009 kl. 12:58

4 Smámynd: kop

Nýsjálendingur = Kiwi

kop, 29.3.2009 kl. 18:02

5 Smámynd: Brattur

OK - ekki vissi ég þetta... takk fyrir... varst þú ekki annars á leiðinni þanga?

Brattur, 29.3.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband