Litli Liverpoolarinn

Nú eru Liverpoolarar virkilega orðnir kvíðnir fyrir morgundeginum... um það segir í bundnu máli:

Litli Liverpoolarinn.

Ef þú getur ekki sofið
Og allt hjá þér er dofið
Fáðu þér þá hálfa
Töflu fyrir bjálfa.

Þú skelfur bara og svitnar
Þinn ótti vex og fitnar
Hjartsláttur þinn er hraður
Ertu mús eða maður? 

Þú ert allt annað en keikur
Í framan ertu bleikur
Bumban þín er stór og hlý
Ertu frændi Sammy Lee?

Þú ert svo mikið flón
Í slitnum takkaskóm
And you´ll always, always, always
Walk alone.
.

SammyLee_468x351

.

 


mbl.is Benítez: „Verðum að vinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn eru nú að tegja sig heldur langt að kalla þetta bundið mál... meiri misþyrmingin við tilraun til kveðskapar.

kannski ekki við örðu að búast af Manure manni

RIP (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 18:19

2 Smámynd: Brattur

ahh... RIP...  já kannski svona lausbundið... laust í reipunum... hmmm...

Brattur, 13.3.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Björn Jónsson

Er þetta ekki kallað nútímakveðskapur....

RIP, RAP og RUP verða hver með sitt bundna mál yfir leiknum á morgun.

Brattur, okkar menn taka þetta á morgun, en erfitt verður það.

Björn Jónsson, 13.3.2009 kl. 18:33

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

0-2 fyrir liverpool...

Óskar Þorkelsson, 13.3.2009 kl. 20:10

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Stafsetningarvilla Óskar !!    10-2 fyrir Man. United. 

Anna Einarsdóttir, 13.3.2009 kl. 20:27

6 Smámynd: Brattur

Björn... nei held þetta verði ekkert erfitt... það eru allir leikir léttir sem eftir eru enda erum við alltaf að spila við lið sem eru neðar okkur á töflunni

Er nú kannski ekki alveg eins bjartsýnn og hún Anna... en allt undir 5-0 lít ég á sem tap...

Brattur, 13.3.2009 kl. 20:31

7 identicon

Þetta er flott Gilli

Sæmundur P Jónsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 20:39

8 Smámynd: Ragnar Martens

Já þetta er mjög gott

Ragnar Martens, 14.3.2009 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband