Sá sem bjó til íslenskuna
10.3.2009 | 21:59
... rosalega er það skrítið að tala um að "sofa yfir sig"... hafið þið pælt í þessu... og svo borðar maður líka yfir sig... það er eins og maður sé alltaf á lofti fyrir ofan sig...
Það er ekki nema von að maður sé undarlegur.
... en svo pissa litlu börnin undir... sá sem bjó til íslenskuna hefur örugglega ekki viljað segja að þau pissuðu yfir sig... ég er honum þakklátur fyrir það.
Annars finnst mér að sá sem bjó til íslenskuna hafi að mörgu leyti staðið sig býsna vel. Samt má finna að ýmsu... hann notar t.d. orðið hljóð einkennilega...
Dæmi; Ræðumaður þakkar gott hljóð... sem þýðir að ekkert heyrðist í áheyrendum... en svo allt í einu brotnar flaska og þá segir einhver; hvaða hljóð var nú þetta?
Er þetta ekki svolítil fljótfærni hjá þeim sem bjó til íslenskuna?
.
.
Athugasemdir
Flokkast ekki þögn undir hljóð?
Ragnheiður , 10.3.2009 kl. 22:26
4-0
Óskar Þorkelsson, 10.3.2009 kl. 23:11
Jú, Ragnheiður þögn er nefnilega hljóð
Óskar... ekki vera með þessi læti...
Brattur, 10.3.2009 kl. 23:14
Óska skýringa á "óhljóðum" . Altso...... er það þögn, eða hrikalegur hávaði. "Hávaði" ....í hvaða "standi" var maðurinn þegar þetta var "fundið upp", ha?
Ha..... Brattur.: "You are up to your knees in explaining" .........
Maður að vestan.
Halldór Egill Guðnason, 12.3.2009 kl. 02:40
Pissa undir? ...Hverjum er ekki sama hvar bunan lendir. Er þetta ekki svolítið spurning um hvernig maður snýr?
Halldór Egill Guðnason, 12.3.2009 kl. 02:42
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 11:08
Mér finnst þetta 4-0 lang skemmtilegast Hver er þessi Óskar Þorkelsson, hann hlýtur að vera skemmtilegur.
Undir og yfir og allt um kring. Hvað með köttinn étur hann ekki undir sig á meðan við borðum alltaf yfir okkur, allavega ég.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.3.2009 kl. 16:45
Halldór... óhljóð... hmmm látum okkur sjá, er það ekki algjör þögn en svo segir einhver allt í einu Ó...
Ingibjörg... Óskar er oftast skemmtilegur... en hann á það til að tala tóma tjöru...
Brattur, 12.3.2009 kl. 21:43
Hávaði........ skemmtilegt orð!
Sérkennilegt að börn pissa undir - þegar í raun þau pissa yfir sig :)
Hrönn Sigurðardóttir, 13.3.2009 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.