Þarftu á vini að halda?

Hér hefst nýr þáttur á síðunni sem mun verða á dagskrá af og til og stundum.

Hann heitir "Brattur gefur hollráð, ókeypis".

Ef þú þarft á vini að halda, þá er besta ráðið að velja svona 10 manns í úrtökuhóp af þeim sem gætu kallast vinir þínir eða kunningjar.
Hafðu með þér baðvogina og láttu hvern og einn stíga á vigtina.

Skráðu niður nafn og þyngd hverrar manneskju í litla bláa dagbók sem kemst í rassvasann.

Því næst þegar heim er komið, skaltu færa nafn hvers og eins inn í Excel skjal ásamt símanúmeri.

Nr.1 er sá sem er léttastur nr. 2 er sá sem er næst léttastur o.s.frv.

Svo þegar kemur að því að þú þarft á vini að halda, þá hringir þú í þann sem er léttastur. Ef hann svarar ekki eða er vant við látinn, þá hringir þú í nr. 2

Því ef þú þarft á vini að halda, þá heldur þú alltaf á þeim sem léttastur er og færð síður í bakið. 

Þetta var ókeypis hollráð í boði Bratts.
.

he-aint-heavy-hes-my-supper

.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahha

Hrönn Sigurðardóttir, 10.3.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband