Að lesa vitlaust

Ahh... var ekki alveg búinn að þurrka gleraugun nógu vel þegar ég las þessa fyrirsögn... en ég las nefnilega..

Gott skítaveður á landinu.

Spurði svo sjálfan mig, hvernig getur skítaveður verið gott???

Svo sagði ég við sjálfan mig, Brattur þú ert nú meiri kjáninn, þetta er skíðaveður, ekki skítaveður... já sagði ég við Bratt ég get nú verið meiri kjáninn stundum, sérstaklega á morgnanna áður en ég er búinn að fá teið mitt... þegar við Brattur vorum að skiptast á þessum fallegu orðum kemur þá ekki Gísli askvaðandi inn til okkar... og þá var orðið verulega fjölmennt inni hjá okkur... eigum við ekki bara að slá í pönnukökur og spila avo Manna sagði Gísli borubrattur... jú, það leist okkur Bratti mjög vel á... við þutum því allir fram í eldhús, tókum til smjörlíki, egg og hveiti og lyftiduft og vanilludropa og sykur og byrjuðum að baka...

Þá segjum við Brattur nánast sem einn maður; (var svolítið fyndið) en Gísli hvað þýðir eiginlega askvaðandi?
Byrjar þá ekki Gísli á sínum langlokum um orð, að fyrri hluti orðsins ASK sé komið úr ensku og þýði þess vegna að SPYRJA... VAÐ er bara vað á á og andi er eins og heilagur andi...

Askvaðandi þýðir þess vegna; best er að spyrja andann þegar vaðið er yfir á.

Augun í okkur  Bratti ranghvolfdust undir þessum fyrirlestri... en svo stungum við upp í okkur heitri pönnuköku og þá leið okkur strax betur.
.

 pancake

.

Enn er þó stórri spurningu ósvarað... ég veit hver Brattur er og ég veit hver Gísli er...

EN hver er ég?


mbl.is Gott skíðaveður á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð spurning Brattur, við höfum lífið til að svara því. Annars hressandi lesning hjá þér og bragðgóð.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 11:07

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ekki spyrja erfiðra spurninga, bý með Þorsteini, Steina, Val, Valla,Valla57,  Baldvinssyni og einum Hjelm.

7 saman í einum haus hefur kostað slagsmál, best að halda friðinn, er á meðan er.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.3.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband