Karlinn og spiladósin

Einu sinni var karl.

Dag einn um miðjan vetur gerði svo brjálað veður að hann komst ekki út úr húsi.

Hann hafði ætlað sér að fara á fjöll og skjóta rjúpur en hann fór ekki fet.

Hann horfði út um gluggann, á trén sem voru að sligast undan snjóþunganum. Stóra grenitréð sem var neðst í horni garðsins sveigðist til og reyndi að hrista af sér mjöllina.

Karlinn átti spiladós. Hann sótti hana og fór að snúa... tónarnir sem runnu út úr spiladósinni minntu hann á vorið. Hann sá fyrir sér læki sem runnu niður fjallshlíðar syngjandi af kátínu yfir að vera frjálsir á ný.
Um vorið átti karlinn von á konu sinni heim. Hún hafði þurft að vera allan veturinn hjá systur sinni í næsta þorpi sem fætt hafði sitt fjórtánda barn um haustið.

Karlinn og kerlingin höfðu boðist til að taka nýja barnið að sér og ala það upp í sveitinni.

Annars hugar tók karlinn að syngja við undirleik spiladósarinnar;

Nú er úti vetur
Engin karlinn hló
Ekkert skotið getur
Og engin rjúpan dó

Brátt kemur vorið bjarta
Lækir renna sér
Ekki ég þá kvarta
Því þá er von á þér
.

Blogg
.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mig langar í þína ~zweppi~...

Doleiðiz vantar í mína zózu...

Steingrímur Helgason, 25.2.2009 kl. 23:41

2 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Einmanalegt...en boðskapurinn góður...þolinmæðin þrautir vinnur allar...

Mætti halda að þú lesir hugsanir....

Bergljót Hreinsdóttir, 26.2.2009 kl. 18:49

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Mæli með bók Brattur Gísli, mikið skáld hið innra

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.2.2009 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband