Alex er brattur

Nú er ég að drekka morgunteið mitt úr Manchester United könnunni minni... fátt er eins hressandi fyrir sálina á morgnana en að lesa viðtal við meistara Alex... ég kemst í svo gott skap bara að sjá mynd af honum!

Þetta er alveg hárrétt mat hjá Ferguson með Barcelona. Að mínu mati eru þeir líka þeir einu sem geta ógnað því að United verið Englandsmeistarar.

Sé ekkert lið annað sem getur ógnað því nema ef vera skyldi Stenhousemuir í Skotlandi. Chris McLeod hefur farið á kostum í vetur fyrir Stenhousemuir og ekki ólíklegt að við Alex kaupum hann í sumar.

Það stefnir allt í fjóra titla í ár. Englandsmeistarar - Evrópumeistarar - FA bikarmeistarar og svo Deildarbikarinn.

Það kemst enginn með tærnar þar sem við Alex höfum axlirnar.
.

 CH7

.

 


mbl.is Ferguson óttast Barcelona mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg hárrétt mat hjá Ferguson með Barcelona. Að mínu mati eru þeir líka þeir einu sem geta ógnað því að United verið Englandsmeistarar.

Ertu ekki að meina evrópumeistarar ekki englandsmeistarar þar sem barcelona er á spáni.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 10:56

2 Smámynd: Brattur

Nafnlaus, nei... þetta var nú bara smá spaug... tela að það séu meiri líkur á að Barcelona verði Englandsmeistarar heldur en t.d. Liverpool!!!

Brattur, 14.2.2009 kl. 10:58

3 identicon

Ég get nú ekki annað en samglaðst ykkur man utd mönnum, þið eruð að gera ágætishluti, but, í ykkar sporum myndi éga taka einn leik fyrir í einu :o), Hvað munu man utd menn segja ef þeir myndu nú tapa rimmunni við Inter ?   þá er ekki lengur hægt að segja að Börsungar séu eina fyrirstaðan  lol,   það er nú einusinni þannig að þegar þú ert kominn þetta langt í meistaradeildinni þá gengur ekkert lið að sigri vísum, og það á líka við um man utd.  í ykkar sporum myndi ég því byrja á því að klára Inter og sjá síðan til.  Vonandi gengur ykkur vel þar og það myndi jafnvel flokkast undir fullnæingu að fá síðan man utd í 8 liða úrslitum og rúlla yfir ykkur þar. þá myndu þið segja,  æ,æ, við gleymdum stórliðinu frá bítlaborginni sem við höfum ekki ennþá unnið á þessu ári  hehehehehehehe

Kær kveðja

Benitez

Bobby (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:03

4 Smámynd: Brattur

Jæja Bobby svo þú ert bara vaknaður!

Brattur, 14.2.2009 kl. 11:09

5 identicon

Já, elsku kallinn minn, Bobby er alltaf hress á laugardagsmorgnum.  hehehehe

Bobby (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:16

6 identicon

Þó United séu góðir eiga þeir alltaf jafn erfitt með að sigra leiki sem þeir spila ekki!!! Veit ekki til þess að United hafi spilað við Liverpool á þessu ári :)

Guðjón (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:17

7 Smámynd: Brattur

... Guðjón... maður tekur nú ekkert frekar eftir því hvort maður spili við Liverpool eða Hull... en þú mátt vera viss um það að þegar United spilar næst við Liverpool þá gleymir þú því aldrei...

Bobby, ég held að Benítez sé Houllier í dulargerfi... eru ekki sammála því???

Brattur, 14.2.2009 kl. 11:29

8 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Alvöru karlmenn (s.s. Liverpool-menn) drekka kaffi á morgnana. Kerlingar (s.s. ManU-menn) sötra hins vegar te á morgnana.

Páll Geir Bjarnason, 14.2.2009 kl. 11:56

9 Smámynd: Brattur

Góðan daginn Páll Geir. En finnst þér það ekki samt skemmtilegt British að drekka te???

Ég þekki nokkra púllara... get kannski ekki sagt um þá alla að þeir séu alvöru karlmenn... en það er samt allt í lagi með þá greyin...

Brattur, 14.2.2009 kl. 12:16

10 identicon

Sæll Brattur

Góður pistill hjá þér.  Líkindafræðin hjá þér gengur flott upp.

Bobby :

Man U menn gleyma aldrei stórliðum úr bítlaborginni.  Everton hefur alltaf staðið fyrir sínu og er 4 sætið þeirra í vor.  Geri ráð fyrir að þú haldir meðliðinu í rauðu búningunum í Evertonborg.

Áfram Man

Guðmundur Þorkelsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 13:50

11 Smámynd: Ragnar Martens

Góður

Ég er þér allveg sammála um að það er tölfræðilega meiri líkur á að Barca verði englandsmeistarar en Liverpool.

Allavegna eru fleiri leikmenn í Barca sem hafa unnið úrvalsdeildina á englandi en í Liverpool, það er svoldið fyndið, vohahahaa

heheheh

Ragnar Martens, 15.2.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband