Ingibjörg stendur sig vel
26.1.2009 | 19:49
Ég er einn af þeim sem hefur verið hundfúll út í Samfylkinguna fyrir þá linkind og langlundargeð sem hún hefur sýnt Sjálfsstæðisflokknum varðandi stjórnendur Seðlabankans.
Það hefur augljóslega haft mikil áhrif á gang mála, í kjölfar bankahrunsins ,hvað Ingibjörg Sólrún hefur þurft að vera mikið frá vegna veikinda.
En hún hefur sýnt það og ekki síst frá því að hún kom heim frá Svíþjóð á föstudaginn var, hversu gríðarlega sterkur leiðtogi hún er. Hún setti Sjálfsstæðisflokknum úrslitakosti (og þó fyrr hafi verið) um aðgerðir varðandi Seðlabankann sem þjóðin hefur verið að kalla á að verði gerðar.
Hún sér sviðið í stóru samhengi og vill stíga til hliðar, m.a. vegna veikinda sinna og hleypa öðrum að til að vinna þau verk sem bráðnauðsynlegt er að vinna.
Mér finnst Ingibjörg Sólrún koma mjög vel út úr öllum viðtölum og undrast það, þó það ætti svosem ekki að koma á óvart... hversu mikill kraftur er í henni eftir allt sem á undan er gengið í hennar lífi...
Ný ríkisstjórn í kortunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.