Skellur

  • ... einu sinni var maður sem hét Skellur. Hann var innheimtustjóri... Skellur hafði aldrei ætlað sér það að verða innheimtustjóri... hann hafði alltaf langað til að verða trésmiður síðan hann las söguna um Gosa...
    .

 SigfusSig_Gosi_pabbi532

.

Að smíða fallegar brúður sem lifnuðu við, það var það sem hann vildi gera í lífinu... en hann var mesti klaufi og féll í smíðum í skóla þegar hann var að reyna að gera bókahillu, eða Hansahillur eins og það var kallað í þá daga...

Hansahillan hans Skells var nokkuð breið um haustið þegar skólinn byrjaði. Allan veturinn reyndi hann að hefla hilluna beina og hornrétta, en það tókst ekki. Þegar upp var staðið um vorið og komið var að skólasýningu á verkum nemendanna, þá sýndi Skellur ekki Hansahillu, nei hann sýndi ör...
.

 17245_1

.

Já, líklega eru nú lesendur farnir að snökta yfir þessum sorglegu örlögum Skells og finna til samkenndar með honum. Því hver kannast ekki við það að hafa orðið allt annað en hann ætlaði sér?

Það var svo augljóst mál frá því að drengurinn var skírður að hann yrði aldrei kallaður annað en HurðaSkellur... en foreldrum hans fannst það bara fyndið, því drengurinn var eins og lítill jólasveinn í framan þegar hann fæddist...
.

 SantaBaby

.

Um það leytið sem Skellur varð innheimtustjóri fæddist honum sonur... hann hugsaði málið vel og vandlega og ræddi það fram og til baka við konuna sína hana Bráð, að þetta barn ætti að heita fallegu nafni, einhverju nafni sem ekki væri hægt að uppnefna... einhverju nafni sem tengdist trésmíði..

Hvað á barnið að heita, spurði presturinn... Nagli sagði Skellur stoltur...

Hér endar eiginlega sagan af honum Skell... en eins og þið sjáið er mjög erfitt að uppnefna Nagla og nafnið venst bara nokkuð vel...

En þó má geta þess að strákurinn átti erfitt í boltaíþróttum þar sem allir vildu hitta Naglann á höfuðið.
.

ring_shank_nail_m

.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æjæjæjæjæjæj ég var orðin svo uppfull af samkennd að lá við meðvirkni alveg þar til Nagli kom til sögunnar.

Gleðilegt ár og takk fyrir magnaðar sögur á liðnu ári. 

Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband