Tilgangurinn

... hann bylti sér í rúminu... hann gat ekki sofnað... hann vildi ekki sofna... hann var alveg við það að uppgötva stóra leyndarmálið... um hvað þetta allt snérist, af hverju fæddumst við, af hverju dóum við, af hverju var heimurinn til... hver var tilgangurinn með þessu öllu...

... það var svo ótrúlega stutt í það að hulunni væri svipt frá augum hans, fannst honum... svörin voru öll handan við hornið... en hvernig sem hann streðaði við að komast fyrir þetta horn, þá náði hann því ekki...

... hann fór fram úr, gekk eftir ganginum fram í stofu... náði í kerti í skúffu og kveikti á því... slökkti öll ljósin í húsinu... fann hvernig kertaljósið róað hann... smám saman tæmdist hugurinn... það hvarf allt... fólk... vinnan... dýr... bílar... raddir... orð... allt nema eitt orð... tilgangur... það sveiflaðist eins og pendúll í höfði hans... tilgangur - tilgangur... gangurinn til... gangurinn til... gangurinn til... himnaríkis?... var svarið að koma?
.

 pit_and_pendulum

.

Hann gekk aftur til baka eftir ganginum í átt að svefnherbergisdyrunum... það slokknaði á kertinu... hann sá ekki neitt... en augu hans opnuðust í myrkrinu... jááááá... hvíslaði hann spenntur út í loftið... þetta er svona einfalt... hann sá hvernig í öllu þessu lá...

Hann lagðist á koddann... fann að nú myndi hann sofna strax... lokaði augunum... sá fyrir sér eitt orð í huganum sem sveiflaðist fram og aftur...

TILGANGUR - TILGANGUR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Já, takk fyrir þetta...

Guðni Már Henningsson, 20.11.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: kop

Hvað er í gangi ?

Jááá, þetta er svona einfalt.

kop, 20.11.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

... og hvernig lá í þessu????

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.11.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Má ekki segja ALLA söguna...eða er þetta leyndó????

Er einhver TILGANGUR með því????

Bergljót Hreinsdóttir, 22.11.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband