Núll - lausn vandans
17.11.2008 | 22:03
... hvað er ekkert? Það er svo oft talað um ekkert...
... það kostar 0 kr. Nova í Nova... segir í auglýsingunni... eru 0 kr. ekkert?
... margir myndu samsinna því að 0 er ekkert... en 0 skiptir rosalega miklu máli... ekki síst í dag... hvar væru tvö þúsund milljónir dollara ef ekkert væri núllið?
Ég kann ekki alveg að fara með núllið fyrir aftan aðra tölustafi... veit að eitt 0 fyrir aftan 1 eru tíu, tvö 0 eru hundrað, þrjú 0 þúsund, fjögur 0 tíu þúsund, fimm 0 hundrað þúsund, sex 0 ein milljón, sjö 0 tíu milljónir, átta 0 hundrað milljónir, níu 0 þúsund milljónir sem er jafnt og einn milljarður... ef ég er þá ekki þegar orðinn ruglaður í rýmunum... (n.b. ég er ekki bara með eitt rými eins og sumir)...
.
.
En ef að núllið væri ekkert... þá hefði engin efnahagskreppa skollið á okkur... það er nokkuð ljóst... við, þjóðin skulduðum þá ekki svo stórar tölur...
Það hefði enginn steypt sér í djúpar skuldir, hvorki Björgúlfur, né Ásgeir Jón...
Allt kostaði miklu minna, nánast ekkert, húsnæðið maður lifandi... örfáar krónur... og bílarnir... Skuldir heimilanna væru hlægilegar...
Það var núllið... sem kom okkur í þetta klandur... og þar liggur lausnin líka falin.
Við feldum Z-tuna niður úr íslensku máli fyrir margt löngu síðan... er ekki kominn tími til að fella helv... núllið niður?
.
.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.