Næstumþvískáldið 2. kafli - sögulok

... nú kemur framhald sögunnar... þeir sem misstu af fyrri hlutanum geta lesið hann hér.

Þegar Sigmundur Þorkelsson hafði flutt ljóðið, stakk hann upp í sig bita af Toblerone og gjóaði augunum til Haugsins...

Haugurinn tók Púrtvínflöskuna og saup hressilega á ... lagðist svo á bakið í grasið, horfði til himins...
.

 picknick

.

Sigmundur, Sigmundur... nú gerir þú mig stór-stór skáldið að litlum kalli... þetta er lang fallegasta ljóð sem ég hef nokkru sinni heyrt... Sigmundur brosti út að eyrum... en svo hvarf brosið með það sama... hann sá að tár runnu niður kinnar Haugsins...

Elsku karlinn, ertu að gráta... sagði Sigmundur... Haugurinn svaraði engu... en saup aftur á Púrtvíninu...
Viltu ekki segja Simma hvað er að, sagði Sigmundur eins blíðlega og hann gat... Annars var það ekki hans sterka hlið að vera blíðlegur... hann var yfirleitt helvítis trunta í framkomu við aðra... en nú lá mikið við... hann var nýbúinn að fara með ljóðið sitt fyrir Hauginn og Haugurinn hafði farið að gráta, því honum fannst það svo fallegt.
.

 883

.

Það er ekkert að, svaraði Haugurinn eftir langa þögn... ég vildi bara að ég hefði ort þetta ljóð sjálfur... öll mín ljóð verða brennd í kvöld... en Sigmundur Þorkelsson, þú heldur áfram að yrkja og ég tek að mér að gefa út ljóðabókin þína fyrir næstu jól... þú ert ekkert annað en nýr Steinn Steinnarr... þú ert eina von þessa lands Sigmundur...

Sigmundur Þorkelsson horfði ofan í tóma púrtvínsflöskuna, hann fann fyrir mikilli ábyrgð sem lagðist á axlir hans, báðar... Haugur, sagði hann, eigum við samt ekki að fara í Ríkið fyrst og kaupa okkur aðra flösku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband