Að sýna þroska

... ég er að undirbúa sýningu... þema sýningu... ég ætla að mála nokkrar myndir af þroska... olíu á léreft, eða vatnsliti... ekki búinn að gera það upp við mig... kannski jafnvel tréútskurður...

... en hvað sem því líður þá ætla ég að sýna þroska einhvern tímann fyrir jólin...

Hér er boðsbréfið.

Yður er hér með boðið á sýninguna "Brattur sýnir þroska"
Vinsamlegast komið þér fullur á staðinn, þar sem engar vínveitingar eru í boði.

Brattur lista- og lystamaður.

.

ubs21

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Mæti á staðinn og hlakka mikið til að sjá þroskann....en....VERÐ ég að vera full?

Mæti þá FULL af eftirvæntingu og ÖLVUÐ af tilhlökkun....

Bergljót Hreinsdóttir, 15.10.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég hefði sýnt froska til að vera öðruvísi en hinir, líka spennandi að sjá hvort þeir tolla yfirleitt í sýningunni

Ragnheiður , 15.10.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Brattur

... fínt að mæta fullur bjartsýni eða eitthvað svoleiðis... það er alveg í lagi...

... aldrei að vita nema það verði líka froskar á þroskasýningunni... prinsar í álögum...

Brattur, 15.10.2008 kl. 23:28

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er alltaf skortur á edrú gólfliztamönnum í kreppunni meintu...

Steingrímur Helgason, 16.10.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband