Fyllibytturnar

... einu sinni voru fyllibyttur sem hétu Dow Jones, Nasdaq, Dax og FTSE... þeir drukku mikið og stíft eins og fyllibytta er siður...

Svo fóru þeir allir í meðferð...

En eins og gerist með góðar fyllibyttur, þá féllu þeir allir sama daginn...

Dow Jones aðaltöffarinn féll um 7%

Nasdaq greyið féll um 9,1%

FTSE (sem oft var uppnefndur Táin) féll um 5,3 %

DAX-arinn féll um 4,2%

Aðstandendur þeirra töpuðu sér algjörlega, fengu áfall eða réttara sagt áföll þegar þetta gerðist og vinna nú allir í svepparæktun á Flúðum.

.

vangogh_drinkers

.

Smáa letrið; Myndin er eftir Van Gogh, ætli hann fari í mál við mig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég hef heyrt um þessar fyllibyttur.... Dow Jones og Nasdaq.   Ég er ekki frá því að þeir falli á hverjum einasta degi, hvernig sem það er nú hægt. 

Anna Einarsdóttir, 30.9.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Einar Indriðason

ekkert verri fréttaskýring en hvað annað....

Einar Indriðason, 30.9.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband