Þegar Skrattinn hitti ömmu sína - 1. kapituli
20.9.2008 | 09:35
Það hafa flestir heyrt orðatiltækið "þar hitti Skrattinn ömmu sína" en það eru kannski ekki margir sem hafa heyrt söguna á bak við þennan hitting.
Hér kemur hún;
... Amman Skrattans átti heima í Helvíti eins og gefur að skilja... hún bjó í borginni Klíð... í gamla bænum... í miðjum Klíðum....
Hún bjó í frekar lítilli íbúð og langaði að stækka hana... barnabörnin hennar komu afar sjaldan í heimsókn af því að það var svo þröngt heima hjá henni... hana langaði að fá þau oftar... sérstaklega Lalla Lata, Feita Finn, Halldóru Höltu og svo Skrattann sjálfan sem var í miklu uppáhaldi hjá henni...
Hún hafði samt áhyggjur af krökkunum, Skrattinn var farinn að fá sér bjór og með sama áframhaldi myndi hann bara enda í ræsinu...
.
.
Amman átti hund sem hét Ljómandi. Hann kemur eiginlega ekkert meira við sögu, en ég varð bara að nefna hann þar sem hans er svo sjaldan getið í Skrattasögu.
Amma Skrattans var einn morguninn að drekka kókosteið sitt. Hún setti alltaf fimm dropa af rommi útí það... hún hugsaði skýrara þá, fannst henni. Hún var að lesa morgunblaðið sitt, Djöflastundir. Rekur hún þá ekki augun í auglýsingu frá húsgagnaversluninni Hel, þar sem verið er að auglýsa tilboð á "Olnbogarými".
.
.
Olnbogarými er galdratæki sem virkar þannig að ef farið er með það í herbergi í húsi eða íbúð og borin á það jarðhnetuolía, þá stækkar herbergið. Þá verður meira rými til að snúa sér, án þess að þurfa alltaf að leggja olnbogana að síðunni.
Amman var ekkert að tvínóna við hlutina, frekar en fyrri daginn. Skellti sér á bak reiðskjóta sínum, bleiku völtu Vespunni. Þegar hún ók eftir Sukkstígnum, þar sem barir og búllur voru við hvert fótmál, sér hún ekki hvar Skrattinn situr við borð rétt hjá ánni Leðju. Hann er með bjór í annarri hendi. Með hinni hendinni hélt hann utan um Helenu fögru.
Við þessa sýn snöggreiðist amman, tekur skransbeygju á Vespunni. Gefur allt í botn og stefnir beint á Skrattann.
... framhald...
Athugasemdir
Þetta er auðvitað bráðskemmtilegt. Við bíðum spennt, ég og .......
Svanur Gísli Þorkelsson, 20.9.2008 kl. 10:29
Ég líka, sérstaklega þar sem ég á eitthvað sameiginlegt með þessari ömmu.
Marta Gunnarsdóttir, 20.9.2008 kl. 10:34
& ?
Steingrímur Helgason, 20.9.2008 kl. 10:51
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.9.2008 kl. 11:44
...nenniru að halda áfram...!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 20.9.2008 kl. 12:00
Maður bíður eftir framhaldinu ...
Gísli Hjálmar , 20.9.2008 kl. 12:22
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.9.2008 kl. 18:10
hahahah ".... í miðjum Klíðum...." Ég bíð spennt..... Helspennt!!
Gvöð hvað ég hlakka til þegar ég hitti þig!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.9.2008 kl. 20:56
Spenntur....
Gulli litli, 21.9.2008 kl. 05:17
Svo .. í sönnum sjónvarpssápu anda... þá byrjarðu framhaldið með því að vera með upprifjun: "Í síðasta pistli sáum við hvernig Amman að Klífum... Sjö rommdropar... Skrattinn að skemmta sér...."
En, já... ég, eins og fleiri, bíð spenntur eftir framhaldinu.
Einar Indriðason, 21.9.2008 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.