Svarti hugprúði riddarinn
15.9.2008 | 19:54
... einu sinni var riddari... hann var mjög prúður og með fallegan huga... hann var því alltaf kallaður Svarti hugprúði riddarinn...
... þetta var ekki alvöru riddari sem þeysist um á arabískum bleikum gæðingi í gengum skógarstíga á eftir bófum og ræningjum... nei þetta var skákriddari... hann var í svarta liðinu af því að í æsku hafði hann, næpuhvítur verið málaður svartur...
Svarti hugprúði riddarinn var ekki góður í skák... hann gat ekki gert flugu mein, hvað þá drepið aðra riddara, biskupa, drottningar og kónga...
.
.
Eigandi taflsins og taflmannanna var eyrnalæknir... hann var í skákklúbbi nokkurra karla sem hittust á fimmtudagskvöldum í húsnæði Landsambands inniskósmiða... fyrrverandi svili hans var inniskósmiður og nokkuð sleipur í skák... hann var varaformaður Landsambandsins og hafði metnað og vonir um að verða næsti formaður þess...
Egvin eyrnalæknir var eiginlega í vandræðum með svarta hugprúða riddarann... Egvin viss af þessum veikleika riddarans... og það var næstum því óvinnandi vegur að sigra með svörtu þegar svarti hugprúði riddarinn var í liðinu...
Egvin eyrnalæknir ákvað því eitt fimmtudagskvöldið að lauma svarta hugprúða riddaranum í boxið með skákmönnunum sem Sigvaldi fyrrverandi svili hans átti... og taka riddara Sigvalda í staðinn...
.
.
Þegar svo Egvin eyrnalæknir mætti Sigvalda fyrrverandi svila sínum í skák þetta fimmtudagskvöldið ákvað Egvin að leika drottningu sinni í dauðann... þar sem svarti riddarinn gat drepið hana... hahaha... hann vissi að hún var óhult á Davíð fimm... svarti hugprúði riddarinn gat ekki drepið... þó hann kæmist í einu stökki á Davíð fimm...
En Egvin reiknaði ekki með því sem gerðist næst... hvíta drottinginn hoppaði á bak svarta hugprúða riddaranum... gulur reykur leið út um eyru riddarans... síðan flaug hann út um gluggann á húsi Landsambands inniskósmiða... drottningin snéri sér við með stríðnissvip á andlitinu, hún lagaði kórónu sína um leið og hann heyrði hana segja...
Skák og mát Egvin eyrnalæknir...
Athugasemdir
Örsöguleg snilld...
Hvaða 'zweppir' vaxa í þínum húsgarði ?
Steingrímur Helgason, 15.9.2008 kl. 23:06
... í bakgarði mínum vaxa svokallaðir "sögusveppir"... þeir tala í gegnum mig
Brattur, 15.9.2008 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.