Geggjuð hugmynd

... ég geri mér alveg grein fyrir því að ég fæ aldrei Fálkaorðuna... ég er líka nokkuð viss um að ég fer ekki á frímerki... né á peningaseðla... ekki reikna ég með að af mér verði gerð brjóstmynd...

... ég er samt með alveg geggjaða hugmynd...

... mig langar að framleiða hnúta með mynd af mér á... og textann að sjálfsögðu;

Brattur batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn hans...

... fólk gengi með þessa hnúta í vasanum, þeir væru í hanskahólfum bíla o.s.frv.

Veit einhver um Brattinn minn?... væri spurt... réttu mér Brattinn...

Hvernig lýst ykkur á þessa hugmynd... mynduð þið ekki kaupa svona hnúta?

.

05232007120434rope

.

En svo eftir fimmtíu ár fæddist gáfað barn og það myndi spyrja; af hverju eru þið öll með þessa hnúta? Hvað gerið þíð við þá? Það myndi náttúrulega engin vita svarið, því engin notaði þá til eins eða neins... og þá myndu þeir hverfa úr daglegu lífi eins og hver annar öskubakki... en mér væri þá alveg sama, búinn að fá nóg út úr þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fæ bara hnút í magann............

Res (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 08:13

2 Smámynd: Gulli litli

Svona snara....snarbrattur...

Gulli litli, 13.9.2008 kl. 09:04

3 Smámynd: Einar Indriðason

Heyrðu, já... þú gætir meira segja sameinað hnútinn inn við Björgunarmanninn eða Björgunarkonuna frá Landsbjörgu.  Fengið að hnýta hnútinn þinn við Björgunarpersónuna, þegar hún fer í sölu!

Heyrðu... þarna er búið að leysa dreifingarvandamálið hjá þér :-)

Einar Indriðason, 13.9.2008 kl. 09:26

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég kaupi einn og segi svo barnabörnum sögu af Bratti og þau halda áfram að segja sögur af Bratti og áfram og áfr...

Edda Agnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 09:58

5 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Þú gæti líka haft fjölbreytni í þessu Brattur minn...sko... óskaBrattur...björgunarBrattur...bænaBrattur...gegnkvíðaogstreituBrattur.... gegnprófkvíðaBrattur....samningaBrattur...

Svo bara ef maður er óöruggur, kvíðinn eða stressaður...vill óska sér eða bara hvað sem er...þá kreistir maður hnútinn góða í vasanum og finnst maður mun öruggari...treystir bara á að þessi hnútur komi í staðinn fyrir að maður fái hnút i magann eða að allt fari í hnút...

Bergljót Hreinsdóttir, 13.9.2008 kl. 11:13

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Er þetta mál komið í hnút?

Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 13:40

7 Smámynd: Brattur

... það er greinilega margir möguleikar varðandi þessa hnúta... gott að fá viðbrögð og uppástungur í þeim efnum... en ég er svo sem ekki öllum hnútum kunnugur...

Brattur, 13.9.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband