Súperlið framtíðarinnar?
2.9.2008 | 18:32
Já, það er hugsanlega hægt að gera súperlið með miklum peningum, en ég held nú að það þurfi alltaf að vera hjarta í hverju liði... menn sem eru kannski ekkert sérlega góðir fótboltamenn, en leggja sig 150% fram í hverjum leik... Man. United hefur verið svo heppið að hafa slíka menn í sínum röðum í gegnum tíðina... nú t.d. Giggs, Scholes, Gary Neville, Fletcher...
Lið sem er sett saman úr eintómum súperstjörnum... getur jú verið gott... en það eru bara snillingar eins og Alex Ferguson sem geta séð og fundið út hvaða týpur þarf að velja saman til að búa til sigurlið...
.
.
Ætlar að fá Ronaldo til Man.City og skáka öllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 19:47 | Facebook
Athugasemdir
Brattur minn...
Ég held að þú gerir þér ekki grein fyrir því hvað sé í gangi. Þessi maður er 10sinnum ríkari en abramovich Með þessa bakhjarla eru lið eins og Man und og Liverpool orðin að smá-klúbbum og einu liðin sem hugsanlega gætu átt eitthvað í þetta lið eru Chesia og Real Madrid...Þeir munu fá RONALDO.. þeir munu kaupa alla bestu menn Liverpool og Chealsia. Ef Ferguson er það sem þarf til að ná árangri ... þá kaupa þeir Ferguson því Þeir kaupa allt sem að þeim sýnist. Stærstu stjörnur ensku boltans hafa farið til Man Und undanfarið eins og t.d Berbatov en ekki lengur. Það er ekki nóg með að þetta lið mun kaupa bestu leikmenn heims þá munu þeir einnig kaupa alla bestu leikmenn hinna liðanna eins þeir leggja sig. Muriano lagði sterka áherslu á að Selja Eið Guðjónssen til Barcelona frekar en Man Und á sínum tíma en í dag gætu þeir ekki gert það. Í dag voru í raun mestu mistök ferguson að láta ekki Ronaldo fara á sínum tíma því Man City mun fá hann í janúar.
Þetta lið verður miklu stærra en Checia og Real Madrid til samans...
Verr og miður.
Það er ekkert gaman að þessu lengur.
Fótboltin er búinn.
Það var allaveganna einhver barátta á milli stórliðanna fjögra í ensku deildinni en núna verða þau lið algjörlega úti á túni í samanburði við þennan klúbb.
Brynjar Jóhannsson, 2.9.2008 kl. 19:29
Brylli, eigum við nokkuð að vera svona svartsýnir... það verða alltaf bara 11 leikmenn inn á í hvoru liði hverju sinni... auðvitað verður það hundfúlt að eitt lið geti keypt rjómann af leikmönnum, en það er ekki víst að það plan gangi nú samt upp... reyndar hef ég trú á að það verði sett einhverskonar þak á verð leikmanna... og að þeir peningar sem notaðir eru í leikmannakaup komi frá fótboltanum sjálfum, þ.e. frá tekjum af inngangseyri, auglýsingum o.s.frv. en ekki að peningarnir komi "utan frá" af tekjum auðmanna...
Brattur, 2.9.2008 kl. 19:36
Og smá viðbót; það eru ekki allir falir fyrir peninga og örugglega ekki Alex Ferguson
Brattur, 2.9.2008 kl. 19:42
Brattur..
Svartsýnn... jú mögulega en ég er nú samt tiltölulega raunsær varðandi þetta mál.
Ég held að það verði ekki sett launaþak í enska boltan. Ástæðan er sú að þeir vilja ekki fæla burt svona fjárhagslega sterka bakhjarla og það græða allt of margir á þessu ástandi til þess að þeir myndu vilja breita þvi. Fótboltin er orðin ein allsherjar peningarmaskina.
Eins og ég sagði...
Þá held ég að þú vitir ekki hvað þessi maður er RÍKUR......
"Hann er 10 sinnum ríkari en Abramovish.... og hann ætlar að hegða sér eftir því. Eiður Guðjónsen var með 3 millionir á viku en þessi maður væri sem sagt til í að borga mönnum eins og Eiði 30 millionir á viku.
ÉG væri sáttur við þetta ef svona menn væru t.d ekki að kaupa lykilmenn hinna liðanna eins og Fernando Torres frá Liverpool eða Christiano Ronaldo frá Man Und. Með því er búið að eyðileggja klúbba eins og Man und... því lið eru venjulega byggð í kringum fjóra til fimm lykileikmenn. Ef þeir td kaupa Steven Gerald og Torres frá Liverpool .. þá er Liverpool ekki sama lið og það er í dag. Sama gildir um nokkra leikmenn Man Und.
Reyndar held ég að þeir Kaupi ekki Alex Ferguson en er sannfærður að þeir myndu gera það ef það er það sem þarf til að ná árangri.
Ég er sannfærður að ég hefði sagt nákvæmlega hið sama ef svona bakhjarlar kæmu til Liverpool. Það væri ekkert gaman að því ef Liverpool myndi kaupa fjóra bestu leikmenn Chealsia og liverpool og eyðileggja þannig sjarma þeirra liða.
Brynjar Jóhannsson, 2.9.2008 kl. 20:09
Ég er alveg sammála þér í þessum pælingum, Brylli... jú og ég geri mér grein fyrir því að þessi nýi eigandi Man. City er verulega ríkur... en verða forsvarsmenn fótboltans ekki líka að hugsa um kúnnana... þ.e. áhorfendur... ég er hræddur um að breskir áhorfendur og vonandi víða um heiminn rísi upp á afturlappirnar og hætti að mæta á leiki ef þróunin verið þessi... með tóma velli deyr íþróttin hægum dauða... treysti á að grasrótin komi til hjálpar í þessu máli... en ógnvænleg þróun þetta... það erum við sko sammála um...
Brattur, 2.9.2008 kl. 20:15
Svo langar mér að leiðrétta eitt hjá þér...
Giggs, Scholes, Nevile .... eru ekki eins og þú segir "ekkert sérlega góðir fótbolta menn en leggja sig alltaf 150% fram. Þetta eru allt heimsklassaleikmenn og þá sérstaklega Rian Giggs sem er að mínu mati einn teknískasti og hæfileikaríkasti kantmaður sem Man Und hefur átt frá upphafi.
Þeir eru væntanlega síðasta kynslóð leikmanna sem voru aldnir upp í stórklúbbum.
Brynjar Jóhannsson, 2.9.2008 kl. 20:33
... já, þetta er rétt hjá þér Brylli... Giggs er náttúrulega frábær knattspyrnumaður og hefur alltaf verið... en engu að síður er ég að meina, þessir menn spila með hjartanu og komu upp úr unglingastarfinu... líklega er sá tími liðinn, því miður...
Brattur, 2.9.2008 kl. 20:39
Þetta verður svona svipað og að halda með Eimskip á móti Slippfélaginu..
Guðni Már Henningsson, 2.9.2008 kl. 23:48
Já, Guðni... áfram Slippur
Brattur, 2.9.2008 kl. 23:53
Það er ekki málið hvort að Ferguson sé falur fyrir peninga,hann mun ekki ráða neinu um það,þegar og ef 135miljóna punda tilboð kemur í Ronaldo þá munu eigendur örugglega stökkva á það því þó það megi ekki tala um það þá er united stórskuldugt þó þeir standi undir sér fjárhagslega þá er ekki hægt að hafna svona tilboði því maðurinn er búinn að ellefufaldast í verði,eins og þið vitið þá er kaninn bara bisnessmaður og þetta er tilboð you can't refuse
Steini (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 06:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.