Ljóðavíma
28.8.2008 | 18:34
... nú er ég í einhverjum ljóðaham... mér finnst gaman að taka mér ljóðabók í hönd og fletta henni... oft rekst maður á miklar perlur, svo fallegar að maður fer í vímu... ljóðavímu...
... mér finnst gömlu skáldin flottust... Steinn Steinarr í uppáhaldi, Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Jónas Hallgrímsson og já, Halldór Laxness sem var betra ljóðskáld en skáldsagnahöfundur að mínu mati...
Hér er kvæði eftir einn sem ég nefndi ekki hér að ofan... einhverjir kannast kannski við það aðrir ekki eins og gengur... um hann var sagt;
Hann var mikill persónuleiki, harður og viðkvæmur í senn, opinskár
og meinfyndinn í skáldskap sínum. Hann hafði alltaf mikla samúð
með öllum minni máttar hvort sem það voru dýr eða menn.
Ljóð hans eru mælsk og ljóðræn og orðfærið er auðskilið.
.
.
Hér er ljóðið: (reyndar bara fyrra erindið)
Sólskríkjan.
Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, Vitið þið eftir hvern þetta er, án þess að googla? . . |
Athugasemdir
Ég er reyndar alveg á öfugri skoðun með Halldór Laxnes...mér varð á að yrkja (skrifa) ljóð um daginn...ekki veit ég afhverju.
Ég er sérlega hrifin af Davíð...
Ragnheiður , 28.8.2008 kl. 18:48
Sæll Brattur, það þarf ekki að googla svarið, þegar þú gefur það beint fyrir ofan ljóðið. Ég man eftir þessu ljóði, en mundi ekki eftir hvern. Fallegt ljóð.
kop, 28.8.2008 kl. 18:58
Úr Vöggukæði Halldórs;
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartaka er tafðir þú hjá mér...
Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég les þetta ljóð... á reyndar erfiðar minningar tengdar þessu ljóði.
Ragnheiður, ég las ljóðið þitt... það var fallegt og vel gert... væri gaman að sjá þig spreyta þig meira á þessu sviði...
Brattur, 28.8.2008 kl. 19:00
Vörður... klaufinn ég... jæja... það verður að hafa það... þetta ljóð er úr gömlu skólaljóðunum...
Brattur, 28.8.2008 kl. 19:28
þetta ljóð er sérstaklega fallegt. Ég hefði ekki getað sagt til um höfundinn en samt var það svona: ''auðvitað'' þegar ég sá nafnið hans. Man eftir þessu úr skólaljóðunum.
Myndirðu ekki samt segja að Hlíðarendakot væri hans þekktasta verk? eða hvað?
Jóna Á. Gísladóttir, 29.8.2008 kl. 12:39
Kom á svæðið, kvæðið las
kærum fagna vini
Þökk sé Bröttum þetta mas
og Þorsteini Erlingssyni
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.8.2008 kl. 14:26
Góður ...
Gísli Hjálmar , 29.8.2008 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.